Breytingar 13. janúar: Tuttugu mega koma saman, ræktin opnuð og íþróttir fá grænt ljós Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2021 12:20 Heilbrigðisráðherra segist hafa áhyggjur af því hvað staðan er viðkvæm erlendis. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt til að rýmka reglur um fjöldatakmarkanir í 20 manns. Þá verður líkamsræktarstöðvum heimilt að opna aftur en aðeins til að bjóða upp á hópatíma og þá með ákveðnum skilyrðum. Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Nýju reglurnar munu gilda til 17. febrúar. Samkvæmt tillögunum verður íþróttaiðkun aftur heimil, bæði tómstundaiðkun og keppnisiðkun en með engum áhorfendum. „Þarna vorum við að ræða það sem tekur við innanlands 13. janúar og það er að því gefnu að faraldurinn haldist í lágmarki,“ sagði Svandís um fundinn. Hún ítrekar að allt þetta sé háð því að faraldurinn haldi áfram að þróast með sama hætti og verið hefur innanlands. Faraldurinn á „bullandi siglingu“ erlendis Ríkisstjórnin ræddi einnig aðgerðir á landamærunum en sóttvarnalæknir hefur mælt með því að þeir sem velja að fara ekki í skimun verði látnir sæta sóttkví í farsóttarhúsi. Þá verði reglur hertar um börn þeirra sem eru í sóttkví, það er að segja að þau sæki ekki skóla á meðan. Þetta er allt til skoðunar, segir ráðherra. „Ég hef allavega áhyggjur af því hvað þetta er allt viðkvæmt,“ sagði hún, spurð að því hvort hún hefði sérstakar áhyggjur af hinu svokallaða breska afbrigði. Erlendis væri faraldurinn á „bullandi siglingu“ en innanlands hefðum við hjálpast að til að halda honum niðri og haldið okkur í jólakúlum yfir hátíðirnar. „Um leið finnur maður að það getur brugðið til beggja vona á mjög stuttum tíma.“ Eftir langa og stranga vegferð er faraldurinn á niðurleið hérlendis og bólusetning hafin. En lítið má útaf bregða til að þróunin snúist við og við förum í aðra uppsveiflu. Svandís sagði samhug um aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. „Við höfum hingað til verið mjög sammála um að fara að ráði sóttvarnalæknis og það hefur reynst okkur skynsamlegt.“ Eftirfarandi tilkynning er af vef heilbrigðisráðuneytisins: Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn. Sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Áformaðar breytingarnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náðst að breiðast út hérlendis. Sóttvarnalæknir setur tillögur sínar því fram með fyrirvara um að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg. Helstu breytingar eru þessar: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Verslanir: Gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar 5 viðskiptavini á hverja 10m² er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja 4m² en þó ekki fleiri en 100 viðskiptavinum í rými að hámarki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými. Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda. Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Í skíðalyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægðarmörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og annars staðar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æfingum og sýningum. Andlitsgrímur skulu notaðar eins og kostur er og tveggja metra nálægðartakmörkun virt eftir föngum. Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gestir skulu sitja í sætum sem skráð eru á nafn og fullorðnir eiga að bera grímu. Tengd skjöl Minnisblad_sottvarnalaeknis_dagsPDF463KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Frá þessu greindi Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Vísi eftir ríkisstjórnarfund sem lauk rétt í þessu. Nýju reglurnar munu gilda til 17. febrúar. Samkvæmt tillögunum verður íþróttaiðkun aftur heimil, bæði tómstundaiðkun og keppnisiðkun en með engum áhorfendum. „Þarna vorum við að ræða það sem tekur við innanlands 13. janúar og það er að því gefnu að faraldurinn haldist í lágmarki,“ sagði Svandís um fundinn. Hún ítrekar að allt þetta sé háð því að faraldurinn haldi áfram að þróast með sama hætti og verið hefur innanlands. Faraldurinn á „bullandi siglingu“ erlendis Ríkisstjórnin ræddi einnig aðgerðir á landamærunum en sóttvarnalæknir hefur mælt með því að þeir sem velja að fara ekki í skimun verði látnir sæta sóttkví í farsóttarhúsi. Þá verði reglur hertar um börn þeirra sem eru í sóttkví, það er að segja að þau sæki ekki skóla á meðan. Þetta er allt til skoðunar, segir ráðherra. „Ég hef allavega áhyggjur af því hvað þetta er allt viðkvæmt,“ sagði hún, spurð að því hvort hún hefði sérstakar áhyggjur af hinu svokallaða breska afbrigði. Erlendis væri faraldurinn á „bullandi siglingu“ en innanlands hefðum við hjálpast að til að halda honum niðri og haldið okkur í jólakúlum yfir hátíðirnar. „Um leið finnur maður að það getur brugðið til beggja vona á mjög stuttum tíma.“ Eftir langa og stranga vegferð er faraldurinn á niðurleið hérlendis og bólusetning hafin. En lítið má útaf bregða til að þróunin snúist við og við förum í aðra uppsveiflu. Svandís sagði samhug um aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. „Við höfum hingað til verið mjög sammála um að fara að ráði sóttvarnalæknis og það hefur reynst okkur skynsamlegt.“ Eftirfarandi tilkynning er af vef heilbrigðisráðuneytisins: Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og sömuleiðis íþróttakeppnir án áhorfenda. Fjöldamörk í sviðslistum verða aukin þannig að 50 manns mega vera á sviði og í sal 100 fullorðnir og 100 börn. Sama gildir um aðra menningarviðburði. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Áformaðar breytingarnar taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi. Sóttvarnalæknir leggur til þessar tilslakanir þar sem vel hafi gengið að sporna gegn útbreiðslu COVID-19 hér á landi. Hann bendir á að víða erlendis sé faraldurinn í mikilli uppsveiflu, meðal annars vegna nýs afbrigðis veirunnar sem til þessa hafi ekki náðst að breiðast út hérlendis. Sóttvarnalæknir setur tillögur sínar því fram með fyrirvara um að þróun faraldursins snúist ekki á verri veg. Helstu breytingar eru þessar: Almennar fjöldatakmarkanir verða 20 manns. Verslanir: Gerð er sú breyting að í stað núgildandi reglu sem heimilar 5 viðskiptavini á hverja 10m² er gert ráð fyrir einum viðskiptavini á hverja 4m² en þó ekki fleiri en 100 viðskiptavinum í rými að hámarki. Heilsu- og líkamsræktarstöðvar: Starfsemi verður heimil með ströngum skilyrðum. Fjöldi gesta má að hámarki vera helmingur þess sem kveðið er á um í starfsleyfi, eða helmingur þess sem búningsaðstaða gerir ráð fyrir ef gestafjölda er ekki getið í starfsleyfi. Einungis er leyfilegt að halda skipulagða hóptíma þar sem hámarksfjöldi í hverjum hópi eru 20 manns og gestir í hvern tíma skráðir. Búningsklefar skulu vera lokaðir. Börn fædd 2005 og síðar eru ekki talin með í gestafjölda. Sóttvarnalæknir mun setja fram ýtarlegar leiðbeiningar um sóttvarnir á heilsu- og líkamsræktarstöðvum. Íþróttaæfingar: Íþróttaæfingar barna og fullorðinna verða heimilar með og án snertingar innan- og utandyra. Ekki mega vera fleiri en 50 manns í rými. Íþróttakeppnir: Íþróttakeppnir barna og fullorðinna verða heimilar en án áhorfenda. Skíðasvæði: Skíðasvæðum verður heimilt að hafa opið með takmörkunum samkvæmt reglu 4 í útgefnum reglum skíðasvæðanna í landinu. Í skíðalyftum skal tryggt að þeir sem eru einir á ferð þurfi ekki að deila lyftustól með öðrum, halda skal tveggja metra nálægðarmörk og sömu reglur gilda um grímunotkun og annars staðar. Sviðslistir, bíósýningar og aðrir menningarviðburðir: Á sviði mega vera allt að 50 manns á æfingum og sýningum. Andlitsgrímur skulu notaðar eins og kostur er og tveggja metra nálægðartakmörkun virt eftir föngum. Sitjandi gestir í sal mega vera allt að 100 fullorðnir og 100 börn fædd 2005 og síðar. Gestir skulu sitja í sætum sem skráð eru á nafn og fullorðnir eiga að bera grímu. Tengd skjöl Minnisblad_sottvarnalaeknis_dagsPDF463KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira