Fótbolti

Blatter fluttur á spítala

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sepp Blatter liggur nú á spítala.
Sepp Blatter liggur nú á spítala. getty/Federico Gambarini

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti FIFA, var fluttur á spítala í gær. Ástandið er alvarlegt en hann ku ekki vera í lífshættu.

Dóttir Blatters staðfesti að faðir sinn lægi á spítala, hann væri á batavegi en þyrfti tíma til að jafna sig.

Blatter sagði af sér sem forseti FIFA vegna spillingarmála 2015. Hann hafði þá gegnt embæti forseta FIFA í sautján ár.

Árið 2015 var Blatter lagður inn á spítala eftir að ónæmiskerfi hans hrundi. Ári seinna gekkst hann undir aðgerð eftir að hann greindist með húðkrabbamein.

Siðanefnd FIFA dæmdi Blatter í átta ára bann frá fótbolta í desember 2015 en bannið var seinna stytt í sex ár.

Klippa: Sepp Blatter á spítalaFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.