Erlent

Samgönguráðherra Bandaríkjanna segir af sér

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér vegna atburða gærdagsins.
Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér vegna atburða gærdagsins. Getty/Samuel Corum

Elaine Chao, samgönguráðherra Bandaríkjanna, hefur sagt af sér. Hún segir í tilkynningu sem hún birti á Twitter að hún sé þjökuð vegna atburða gærdagsins.

„Okkar mikla land varð fyrir miklu áfalli í gær sem hefði verið hægt að komast hjá, þegar stuðningsmenn forsetans réðust inn í þinghúsið í kjölfar fjöldafunds sem [forsetinn] ávarpaði. Ég er viss um að mörg ykkar upplifið þetta líka, en ég er mjög þjökuð vegna atburðanna og ég get ekki hundsað það,“ skrifar hún í yfirlýsingu sem hún birti á Twitter.

Chao skrifar að hún sé mjög stolt af öllu því sem hún, ásamt starfsmönnum ráðuneytisins, vann að sem ráðherra. Hún voni að starfsmennirnir haldi áfram því verki sem hún hóf í von um að bæta líf allra Bandaríkjamanna.

Afsögnin tekur gildi á mánudag, þann 11. janúar en embættistíð hennar hefði átt að vara fram að 20. janúar, þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu.

Hún skrifar í yfirlýsingunni að hún muni eftir sinni bestu getu aðstoða Pete Buttigieg, sem hefur verið tilnefndur af Biden til þess að taka við embætti samgönguráðherra, við að taka við embætti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×