Enski boltinn

Klopp ekki sammála Carragher

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher vill sjá Liverpool kaupa miðvörð en Klopp ekki. 
Carragher vill sjá Liverpool kaupa miðvörð en Klopp ekki.  Michael Regan/Getty Images

Mikið hefur verið fjallað um miðvarðarvandræði Liverpool og síðast í gær var greint frá því að David Alaba, miðvörður Bayern Munchen, væri kominn í umræðuna á Anfield.

Dayot Upamecano, Ben White, Ozan Kabak og Sven Botman eru einnig á meðal þeirra miðvarða sem hafa verið orðaðir við ensku meistarana en mikil meiðsli hefur hrjáð varnarmenn þeirra.

Sem stendur eru þeir Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez allir á meiðslalistanum og léku miðverðirnir Fabinho og Jordan Henderson í miðverðinum í 1-0 tapinu gegn Southampton á mánudagskvöldið.

Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og nú spekingur Sky Sports, vill sjá Klopp taka upp veskið:„Ég sé ekki Liverpool vinna deildina ef þeir kaupa ekki varnarmann. Ég sagði þetta eftir Everton leikinn og ég held þetta verði erfitt ef enginn kemur inn.“

The Athletic greinir hins vegar frá því að Jurgen Klopp sé ekki á sama máli. Hann segir að það „meiki ekki sens“ að Liverpool kaupi nýjan miðvörð og vill ekki setja félagið í erfiða fjárhagsstöðu.

Í sömu frétt segir að Liverpool muni fyrst opna veskið næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×