Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvort fjögur andlát megi rekja til bólusetningar gegn Covid-19 eiga að liggja fyrir í næstu viku.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni og heilbrigðisráðherra um málið auk Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem óttast að málið muni fæla fólk frá bólusetningum.

Í fréttatímanum verður einnig rætt við íslenska konu sem er búsett í Danmörku þar sem aðgerðir vegna veirunnar hafa verið hertar til muna.

Fjallað verður um heimsmarkaðsverð á áli sem hefur rokið upp á undanförnum mánuðum og rætt við forstjóra Norðuráls um þýðingu þess fyrir greinina. Einnig kíkjum við í framhaldsskólana en margir nemendur hófu staðnám í dag en aðrir á næstu dögum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×