Landlæknir vill hækka verð á gosdrykkjum til mikilla muna Jakob Bjarnar skrifar 4. janúar 2021 16:52 Einn af hverjum fimm á grunnskólaaldri drekka súra og sykraða gosdrykki daglega. Verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir það meðal annars lið í því að Íslendingar eru feitastir Evrópuþjóða. vísir/vilhelm Jóhanna Eyrún Torfadóttir verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu telur helsta verkfærið í baráttunni gegn aukakílóum geta reynst hækkun verðs á gosdrykkjum. Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“ Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira
Íslendingar eru feitastir allra Evrópuþjóða. Þetta kom fram í frétt sem Vísir sagði fyrir nokkru; súlurit sem byggir á skýrslu frá 2018 og OECD birti fyrir jól. Þar njóta Íslendingar þess vafasama heiðurs að tróna á toppnum sem þeir þyngstu. Útvarpþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók þetta til umfjöllunar og ræddi við Jóhönnu Eyrúnu sem sagði að það væri erfitt að benda á einhvern einn sökudólg. Þarna kæmu saman ýmsir samverkandi þættir svo sem hreyfingarleysi; of mikill skjátími, þaulsetur fyrir framan sjónvarp, tölvu- og símaskjái. Og svo skortur neyslu heilnæmrar fæðu svo sem heilkornavöru, ávaxta og grænmetis. Jóhanna Eyrún telur vert að lækka vörugjöld á slíkum vörum. Jóhanna Eyrún sagði jafnframt að neysla á orkudrykkjum hafi aukist verulega. Og þó margir þeirra væru sykurskertir leiddu rannsóknir það í ljós að gervisykur eykur líkur á löngun í mat. Þannig er ekkert endilega betra að hætta að þamba sykraða gosdrykki og færa sig í sykurskerta drykki. Þá er það svo, samkvæmt verkefnisstjóra hjá Landlæknisembættinu að fáir fylgi ráðleggingum um mataræði svo sem að leggja sér til munns heilkornavörur og baunir sem eru mikilvægar til að sporna gegn þyngdaraukningu. Og þar telur Jóhanna Eyrún verðlagninguna lykilatriði. „Rannsóknir hafa sýnt að það skiptir miklu máli að það kosti mikið það sem óhollt er. Við höfum mælt með því að hækkuð séu gjöld á alla súra gosdrykki,“ sagði Jóhanna Eyrún. Hún segist ekki vita svarið við því hvers vegna alþingismenn hafi ekki fylgt þeim ráðleggingum. Þáttastjórnendur spurðu hvort inn í það gæti spilað að um viðkvæma umræðu sé að ræða. Jóhanna Eyrún gaf ekkert út á það í sjálfu sér en mikilvægt væri að allir hafi jafnan aðgang að heilsusamlegum lífsstíl, íþróttum og hollum mat. Og það verði þá að vera viðráðanlegt verð á hollum matvælum. Hún sagði að nýleg rannsókn hafi leitt í ljós að einn af hverjum fimm grunnskólanemum drekki gosdrykki að jafnaði einu sinni á dag. „Þar erum við nokkuð há. Það þarf að hækka verðið verulega. Við höfum hækkað verð á tóbaki og áfengi með mjög góðum árangri. Það þyrfti að vera mun hærra verð á gosdrykkjum.“
Heilbrigðismál Heilsa Alþingi Skattar og tollar Gosdrykkir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Sjá meira