Enski boltinn

Solskjær fékk aðstoð frá Keane og Giggs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ole Gunnar Solskjær, Roy Keane og Ryan Giggs fagna marki í leik með Manchester United fyrir allmörgum árum.
Ole Gunnar Solskjær, Roy Keane og Ryan Giggs fagna marki í leik með Manchester United fyrir allmörgum árum. getty/Matthew Ashton

Ole Gunnar Solskjær leitaði til fyrrverandi samherja sinna hjá Manchester United, Roys Keane og Ryans Giggs, til að hjálpa sér við að snúa gengi liðsins við.

Samkvæmt frétt The Athletic hefur Solskjær unnið hörðum höndum bak við tjöldin til að styrkja innviði félagsins og búa til fjölskyldustemmningu á æfingasvæðinu.

Hluti af því var að fá Keane og Giggs til að koma og ræða við yngri leikmenn United og miðla af reynslu sinni.

Solskjær hefur einnig gert breytingar á starfsliði United og ráðið sérfræðinga í tölfræði og gagnavinnslu til félagsins.

United hefur gengið vel að undanförnu og er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með jafn mörg stig og topplið Liverpool.

Næsti leikur United er gegn Manchester City á Old Trafford í undanúrslitum enska deildabikarsins á miðvikudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×