Erlent

Leitarhundar fundu einn látinn til viðbótar

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Leit stendur enn yfir í Noregi. 
Leit stendur enn yfir í Noregi.  EPA/Haakon Mosvold Larsen

Leitarhundar hafa fundið lík einnar manneskju til viðbótar eftir leirskriðurnar í Ask í Noregi. Roy Alkvist, sem stjórnar leitinni fyrir hönd lögreglu, segir að svo stöddu ekki hægt að veita upplýsingar um aldur eða kyn hins látna.

Hinn látni fannst innan við hundrað metrum innan svæðisins að sögn Alkvist. „Við vinnum ötullega að öllum vísbendingum sem við fáum og munum færa aukinn kraft í leitina á næstunni,“ segir Alkvist. NRK greinir frá.

Enn er vonast til þess að einhverja verði hægt að finna á lífi en átta er enn saknað. „Björgunarstarf er í fullum gangi. Sem stöndur eru þrjú teymi sem leita á skriðusvæðinu ásamt leitarhundum. Við leitum þar sem við teljum líklegt að fólk og hlutir kunni að finnast. Við höfum meðal annars fundið nokkra bíla en höfum ekki fundið fleira fólk,“ sagði Alkvist.

Einn fannst látinn í gær í rústunum en lögregla birti í gær lista yfir þau sem saknað er. Á meðal þeirra sem enn er saknað eru tvö börn, tveggja og þrettán ára, auk mæðgina á sextugs- og þrítugsaldri. Ekki liggur fyrir hvort sá er fannst í dag hafi verið einhver þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.