Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni. Við ræðum við Rögnvald Ólafsson, yfirlögregluþjón í fréttum okkar klukkan hálf sjö.

Við hlýðum einnig á brot úr nýársávarpi Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands segir að koma þurfi bóluefni gegn kórónuveirunni hingað til lands með öllum tiltækum ráðum.

Þá fjöllum við um ástandið í Ask í Noregi þar sem miklar skriður féllu í fyrradag. Níu er enn saknað og bíða ættingjar þeirra nú milli vonar og óttar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18.30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×