Hópamyndun við Hallgrímskirkju í nótt tilkynnt til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 14:02 Það var margt um manninn. Vísir/Egill Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópamyndun við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Aðallega hjálpað vinum sínum í prófkjörum Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira