Hópamyndun við Hallgrímskirkju í nótt tilkynnt til lögreglu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 14:02 Það var margt um manninn. Vísir/Egill Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hópamyndun við Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Á þeim tíma sem tilkynningin barst voru miklar annir hjá lögreglufólki og því gafst ekki tími til að hafa afskipti af mannfjöldanum. Seinna um nóttina þegar lögregla kannaði ástandið á svæðinu hafði dregið verulega úr fjölda fólks. Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Lögregla fór á staðinn og slökkti í litlu báli sem kviknað hafði í leifum af sprunginni flugeldatertu. Hins vegar var gamlárskvöldið annasamt hjá lögreglu og ástandið metið þannig að ekki væri unnt að hafa afskipti af fólki að svo stöddu. „Á þeim tímapunkti var ákveðið að hafa ekki afskipti þar sem það var mikið að gera. Svo var farið þarna aftur skömmu síðar og þá voru flestir farnir,“ segir Ásgeir og bætir við að hann viti ekki af fleiri tilkynningum á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hópamyndun. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Vilhelm Myndir sýna talsverðan fjölda fólks við kirkjuna Myndir sem tökumaður fréttastofu tók við Skólavörðuholtið í kring um miðnætti í gærkvöldi sýna mikinn fjölda fólks við Hallgrímskirkju. Myndirnar voru teknar í kring um miðnætti. Eins og áður sagði barst lögreglu tilkynning um hópamyndun við kirkjuna í kring um klukkan eitt í nótt. „Þetta er nú kannski sá staður sem fólk úr þessu hverfi kemur á, þetta er svona eina bersvæðið, þannig þetta var nú kannski dálítið fyrirséð. Maður vonar bara að fólk hafi náð að standa þarna í jólakúlunum sínum,“ segir Ásgeir. Töluvert var um fólk á Skólavörðuholti í kring um miðnætti.Vísir/Egill
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Áramót Hallgrímskirkja Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Fleiri fréttir Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent