Daniel Sturridge hefur yfirgefið tyrkneska félagið Trabzonspor þrátt fyrir að hafa aðeins klárað átta mánuði af þriggja ára samningi sínum. Hann hafði verið dæmdur í fjögurra mánaða bann.
Tyrkneska félagið gaf það út að félagið og leikmaðurinn hafi verið sammála um starfslok hans. Sturridge yfirgefur toppliðið í tyrknesku deildinni í dag.
Daniel Sturridge er þrítugur og þetta var fyrsta félagið hans eftir að samningur hans við Liverpool rann út. Hann er nú laus allra mála en seinna kom í ljós að hann spilar ekki næsta leik sinn fyrr en á næstu leiktíð.
BREAKING: Former Liverpool striker Daniel Sturridge has been banned from playing football for four months after breaching gambling rules pic.twitter.com/09M6BQTqly
— B/R Football (@brfootball) March 2, 2020
Eftir að það var gert opinbert að Daniel Sturridge væri á förum kom það í ljós að leikmaðurinn hafi verið dæmdur í fjögurra mánaða bann vegna brot á reglum um þáttöku leikmanna í veðmálum. Hann er í því banni til 17. júní.
Daniel Sturridge var hjá Liverpool í sex ár eða frá 2013 þar til í sumar. Hann hefur einnig spilað fyrir Manchester City, Chelsea, Bolton og West Brom.
Daniel Sturridge has left Turkish side Trabzonspor eight months into a three-year contract.
— BBC Sport (@BBCSport) March 2, 2020
Read: https://t.co/66Iy0U6D0z#bbcfootballpic.twitter.com/DyAHR1QcAL
Sturridge endaði ferill sinn hjá Liverpool með því að vinna Meistaradeild Evrópu í lok síðasta tímabils.
Sturridge spilaði 16 leiki í öllum keppnum með Trabzonspor og var með 7 mörk og 4 stoðsendingar í þeim.
Hann skoraði 4 mörk og gaf 4 stoðsendingar í 11 deildarleikjum en hafði aðeins spilað í samtals 88 mínútur í sex deildarleikjum liðsins eftir áramót eftir að hafa endaði árið 2019 með tveimur mörkum í 6-2 sigri á Kayserispor.
Trabzonspor komst í efsta sæti tyrknesku deildarinnar með 5-2 sigri á C. Rizespor um helgina.