„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2020 16:04 Aron var búinn að skora þrjú mörk í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. vísir/getty Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira
Aron Jóhannsson segir skemmtilegt að æfa með Zlatan Ibrahimovic hjá sænska liðinu Hammarby. Zlatan hefur æft með Hammarby að síðasta mánuðinn en hann á 23,5 prósent hlut í félaginu. „Það var smá sérstakt í byrjun. Ég held að ég hafi ekki gert mér grein fyrir því hversu fáránlega stór hann er í Svíþjóð. Öll umfjöllun og allt í kringum Hammarby hefur aukist eftir að hann byrjaði að mæta á æfingar,“ sagði Aron við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag. „Hann hefur æft með okkur í mánuð og það er orðið skemmtilega eðlilegt að hafa hann með á æfingum. Hann er fáránlega góður. Hann hefur ekki skorað öll þessi mörk og spilað með öllum þessum liðum bara út af kjaftinum. Það er gaman að fylgjast með honum.“ Zlatan keypti hlut í Hammarby undir lok síðasta árs. Það fór ekki vel í stuðningsmenn Malmö, liðsins sem hann hóf ferilinn með.vísir/getty Aron ber Zlatan vel söguna og segir að hann sé ekki með neina stjörnustæla. Leikmenn Hammarby vilji þó forðast að valda honum vonbrigðum. „Myndin sem maður hefur af honum í gegnum fjölmiðlana er allt öðruvísi en hann er. Hann hefur verið hvetjandi og hjálpað mönnum. Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að fá hann á æfingar á þessum tíma. Þegar hann kemur á æfingar leggja menn sig enn meira fram,“ sagði Aron. „Þetta hefur verið auka bónus fyrir okkur því ef þú ert með honum í liði viltu ekki bregðast honum. Líka ef maður er á móti honum, þá er það auka hvatning til að vinna. Þetta hefur verið mjög gott fyrir okkur sem lið að fá hann.“ Aron hefur æft af krafti með Hammarby frá því í janúar og hafði skorað þrjú mörk fyrir liðið í sænsku bikarkeppninni áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Aron gekk í raðir Hammarby í júlí í fyrra og skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Klippa: Sportið í dag - Aron Jó um að æfa með Zlatan og landsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Svíþjóð Sportið í dag Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Sjá meira