Fótbolti

Handsprengja sprakk í miðjum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Knattspyrnumaður var nærri búinn að týna lífi sínu þegar hann handlék handsprengju sem hafði verið kastað inn á völlinn.

Atvikið átti sér stað í Meistaradeild Asíu þegar að Sepahan FC frá Íran tók á móti Al-Ahli frá Sádí-Arabíu.

Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi tók leikmaðurinn upp aðskotahlut sem hafði verið kastað inn á völlinn og kastaði honum til hliðar.

Aðskotahluturinn reyndist vera handsprengja sem sprakk svo nokkrum sekúndubrotum eftir að leikmaðurinn kastaði henni frá sér.

Leikurinn var vitanlega blásinn af en íranska lögreglan reynir nú að komast að því hver kastaði sprengjunni inn á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×