Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 5. maí 2020 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi félagsins með þeim starfsmönnum sem lagt hafa niður störf í Kópavogi nú í hádeginu. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni. Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni.
Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira