Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2020 12:00 Úr myndbandinu sem fer að komast í milljón spilanir á YouTube. Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn. Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. Írski grínistinn, sem er með 2,5 milljónir fylgjenda á Twitter, hefur á hálfum sólarhring tjáð sig tvisvar um lagið Think about things. Ljóst er að athyglin vinnur ekki gegn þeim lögum sem keppa í Eurovision. Ó Briain skrifaði á Twitter í gær: „Uppgötvaði þetta ljúfmeti í dag. Framlag Íslands til Eurovision er frábært og myndbandið er yndislegt,“ sagði sá írski í gær. Grínistinn Ari Eldjárn er kunnugur Íranum enda var hann gestur í sjónvarpsþætti hans. Ari segir Ó Briain að Daði sé bestur. Ekki stendur á svörum hjá Ó Briain. „Jæja, AUÐVITAÐ þekkir þú hann. Þú rakst líklega á hann áðan þegar hann var að hreinsa snjósleðann sinn,“ segir Írinn og gerir grín að fjölda Íslendinga. Well, OF COURSE you know him. You probably just drove past him a moment ago as he was cleaning his skidoo.— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 Svo virðist sem Ó Briain hafi eftir nætursvefn strax byrjað að pæla í Daða Frey því hann endurbirti tístið sitt í morgun. Það væri sannarlega tilefni til enda framlag Íslands frábært. Enn betra þegar hann komst að því að lagið er um unga dóttur þeirra Daða Freys og Árnýjar Fjólu Ásmundsdóttur. Posted this late last night, worth a bump again. Iceland's brilliant Eurovision entry for this year. Even better when you know it was written to his 10 month old daughter. https://t.co/JagmIeLoAe— Dara Ó Briain (@daraobriain) March 2, 2020 „Lagið fjallar um dóttur mína. Hún er tíu mánaða gömul, svo að ég er farinn að skilja hana aðeins betur, en það var skrýtið í upphafi, vegna þess að þú elskar manneskju svo mikið og hefur ekki hugmynd um hvað henni finnst um þig,“ sagði Daði Freyr í viðtali við The Independent á dögunum „Og svo er ég líka bara spenntur að sjá hvað henni mun almennt finnast um hlutina. Hún mun líklega hafa sterkar skoðanir á málefnum sem munu ögra þankagangi mínum gagnvart lífinu.“ Ó Briain er ekki fyrsta stjarnan sem tístir um lag Daða Freys. Stórleikarinn Russell Crowe gerði það sömuleiðis og vakti það mikla athygli á laginu. Song.https://t.co/qhsVquyPeQ— Russell Crowe (@russellcrowe) February 19, 2020 Þá greinir Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, frá því að á fyrsta sólarhring eftir flutning Daða Freys og Gagnamagnsins á úrslitakvöldinu hafi rúmlega tvöfalt fleiri horft á klippuna á YouTube-síðu RÚV en í tilfelli Hatara í fyrra. Um 123 þúsund áhorf á fyrsta sólarhringnum í tilfelli Daða Freys og Gagnamagnsins. Í minningunni fór Hatari mjög hratt af stað á meðal Eurovision-hausa erlendis en Daði stefnir á svakalegt flug. Á fyrsta sólarhringnum í fyrra fékk frammistaða Hatara á úrslitakvöldinu 57.668 áhorf á Youtube-síðu RÚV. Á sama tímabili fékk Daði hins vegar 123.804 áhorf #12stig— Atli Fannar (@atlifannar) March 1, 2020 Þá hafi áhorf á klippuna frá því á undanúrslitakvöldinu þrefaldast eftir tíst Russell Crowe. Tæplega 900 þúsund hafa horft á myndband Daða Freys á YouTube. Áhorf tóku mikinn kipp eftir að Crowe deildi tengli á hollenska vefsíðu þar sem fjallað var um lagið. Framlag Íslands er sem stendur í öðru sæti hjá veðbönkum um líklegan sigurvegara í Rotterdam. Rétt er að hafa í huga að fjölmargar þjóðir eiga eftir að velja framlag sitt. Þar á meðal Svíar en Melodifestivalen fer fram á laugaradaginn.
Eurovision Tónlist Uppistand Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira