Lionel Messi hefur ekki skorað né lagt upp mark í El Clásico, leikjum Barcelona og Real Madrid, síðan Cristiano Ronaldo fór til Juventus fyrir tæpum tveimur árum.
Messi náði sér ekki á strik þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid, 2-0, á Santiago Bernabéu í gær. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku úrvalsdeildarinnar.
Messi hefur nú ekki komið með beinum hætti að marki í fimm leikjum gegn Real Madrid í röð, eða síðan Ronaldo fór til Juventus 2018.
Í síðustu fimm El Clásico þar á undan skoraði Messi fimm mörk og gaf eina stoðsendingu.
Messi has played five 'clasicos' since Cristiano Ronaldo left Real Madrid and has not scored or assisted in any of them.
— MisterChip (English) (@MisterChiping) March 1, 2020
In the five 'clasicos' prior to Cristiano's departure he had scored 5 goals, given 1 assist and thrown 1 time at the post. pic.twitter.com/XfIoDI3lnB
Ronaldo mætti reyndar á sinn gamla heimavöll í gær og sá sína menn vinna Börsunga í fyrsta sinn í átta leikjum. Ronaldo átti frí þar sem leik Juventus og Inter í ítölsku úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónuveirunnar.
Enginn hefur skorað fleiri mörk eða gefið fleiri stoðsendingar í El Clásico en Messi. Mörkin eru 26 mörk og stoðsendingarnar 14 talsins.
Real Madrid er með eins stigs forskot á Barcelona á toppi spænsku deildarinnar þegar tólf umferðum er ólokið.