Þarf að velja burt stóra þætti í starfi RÚV Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 15. desember 2014 08:00 „Þetta er af þannig stærðargráðu ef til kæmi. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar,“ segir útvarpsstjóri. Vísir/Stefán Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“ Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Að öllu óbreyttu er framundan mesti niðurskurður í sögu RÚV vegna fyrirhugaðrar lækkunar á útvarpsgjaldi. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri segir að hjá stjórn RÚV og framkvæmdastjórn sé ekki hafin nein vinna við að teikna upp hvernig slíkur niðurskurður myndi eiga sér stað ef fram fer sem horfir með lækkun útvarpsgjalds. „Stjórn RÚV og framkvæmdastjórn hafa teiknað upp sviðsmyndir af rekstrinum til næstu fjögurra ára miðað við núverandi starfsemi sem grundvallast á lagalegum skyldum í útvarpslögum. Þar kemur fram að ef fyrirhuguð lækkun á útvarpsgjaldi gengur í gegn þarf að skerða þjónustu RÚV verulega í náinni framtíð og um leið yrði eðlisbreyting á hlutverki Ríkisútvarpsins. Ef útvarpsgjaldið helst óbreytt, þá er hægt að halda áfram starfsemi Ríkisútvarpsins á sama grunni og hingað til. Það er ekki búið að teikna upp nein niðurskurðaráform og er ekki í undirbúningi.“ Magnús segir niðurskurðinn sem þurfi til að mæta lækkun á útvarpsgjaldi af þeirri stærðargráðu að það þyrfti að velja í burt stóra þætti starfseminnar; blaðamaður spyr hvort megi jafna því við jafn stóra þætti og fréttastofu RÚV eða alla innlenda dagskrárgerð. „Þetta væri veruleg breyting á starfsemi og þeirri þjónustu sem þjóðin hefur notið. Ef þetta gengur í gegn, þá þarf að velja í burtu stóra þætti starfseminnar. Magnús Geir segist aðspurður ekki hafa íhugað uppsögn sjálfur þurfi hann að takast á hendur svo mikinn niðurskurð. „Við höfum verið algerlega samstíga, tíu manna stjórn félagsins og ný framkvæmdastjórn, að draga upp heildstæða mynd af stöðu mála og berjast fyrir því að staðinn sé vörður um Ríkisútvarpið sem er að mínu mati ein mikilvægasta menningar- og lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Við erum ekki að fara fram á hækkun á útvarpsgjaldi, heldur er óskað eftir því að útvarpsgjaldið haldist óbreytt. Við vörum við þeirri miklu breytingu á starfsemi Ríkisútvapsins sem verður ef þessi lækkun gengur í gegn. Ef að gjaldið verður lækkað þá mun það gerbreyta Ríkisútvarpinu og hafa mjög mikil áhrif á starfsemina. Það er eitthvað sem landsmenn allir muni sjá og finna fyrir. Mér er mjög til efs að það sé mynd sem þjóðinni hugnast enda hefur þjóðin ítrekað staðfest að hún vill að staðinn sé vörður um Ríkisútvarp okkar allra. Staðan er grafalvarleg en við erum þó enn bjartsýn á að menn fallist á að standa vörð um Ríkisútvarpið.“
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira