Erlent

Milljón tilfelli staðfest á heimsvísu

Sylvía Hall skrifar
Læknir að störfum á smitsjúkdómadeildinni A7 á Landspítalanum.
Læknir að störfum á smitsjúkdómadeildinni A7 á Landspítalanum. Vísir/Landpítali- Þorkell þorkelsson

Samkvæmt nýjustu tölum frá John Hopkins eru nú staðfest tilfelli kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum orðin ein milljón. Yfir 51 þúsund hafa látist af völdum sjúkdómsins en 208 þúsund náð bata samkvæmt nýjustu tölum.

Flest staðfest tilfelli eru í Bandaríkjunum, eða tæplega 235 þúsund. Flestir hafa látið lífið á Ítalíu, eða 13.915 manns.

Á Íslandi eru staðfest smit 1.319 og tólf á gjörgæslu. Fjörutíu og fjórir eru á sjúkrahúsi en 284 hefur batnað. Þá hafa fjórir látist af völdum kórónuveirunnar hér á landi.

20.930 sýni hafa verið tekin hér á landi og mun þeim fjölga á næstu dögum. Slembiúrtak Íslenskrar erfðagreiningar hófst í gær og er von á marktækum niðurstöðum á morgun, en Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagðist vona að tíðni smita væri á bilinu 0,5 til eitt prósent.


Tengdar fréttir

„Ævintýralegur hraði“ í þróun bóluefnis

Kári Stefánsson er vongóður um að gott bóluefni verði komið fram fyrir lok þessa árs. Nú þegar sé eitt bóluefni komið í klínískar prófanir sem sé ótrúlegt í ljósi þess að veiran kom fyrst fram fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan.

Breytt bragð- eða lyktarskyn kallar á sýnatöku

Þeir sem hafa orðið fyrir breytingum á bragð- eða lyktarskyni en engin önnur þekkt einkenni COVID-19-sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur eru nú beðnir um að láta taka sýni úr sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.