Því fleiri sem sækja appið því betra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:42 Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira