Innlent

Einn á slysadeild eftir árekstur á Bústaðavegi

Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Bústaðavegi við Kringlumýrarbraut um klukkan átta í morgun þegar fólksbíll og jeppi skullu saman. Ökumaður jeppans er grunaður um ölvun við akstur og var fluttur til yfirheyrslu á lögreglustöð.

Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður til og þurfti að klippa ökumann fólksbílsins út úr bílnum. Samkvæmt vakthafandi lækni á slysadeild í Fossvogi er maðurinn í skoðun og verður að öllum líkindum útskrifaður í dag.

Bílarnir voru báðir óökufærir og þurfti að fjarlægja þá með kranabíl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×