Fótbolti

James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Rodríguez með verðlaun sín.
James Rodríguez með verðlaun sín. Vísir/Getty
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez skoraði fallegasta mark ársins 2014 að mati FIFA en hann hafði betur í kosningunni um flottasta markið á heimsíðu FIFA og hlýtur því Puskas-verðlaunin að þessu sinni.

James Rodríguez skoraði markið sitt með frábæru skoti í 2-0 sigri Kólumbíu á Úrúgvæ í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Brasilíu.

Mark James Rodríguez var eitt af þremur sem komu til greina eftir forvalið en hin voru mark Robin van Persie fyrir Holland á móti Spáni á HM 2015 og mark Stephanie Roche fyrir írska liðið Peamount United.

Stephanie Roche varð í öðru sæti með sitt mark en það vakti mikla athygli að kona var í baráttunni um flottasta markið. Robin van Persie varð í þriðja sætinu en hann var sá eini sem mætti ekki á hófið.

Það er hægt að sjá mark James Rodríguez hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×