„Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. desember 2014 22:43 Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, segir borgina hreinlega hafa stoppað fyrsta klukkutímann eftir að ljóst var að maður hefði tekið gísla á kaffihúsinu Lindt í Martin Place. Mynd/Getty/Ásta Guðmundsdóttir „Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“ Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Ég var í vinnunni þegar þetta gerist og frétti af þessu um tíuleytið. Ég hringi strax í manninn minn sem er að vinna í Surrey Hills sem er næsta hverfi við Martin Place þar sem gíslatakan var. Ég veit að strætóinn hans fer þarna framhjá á morgnana en hann svaraði strax og það var allt í lagi með hann. Ég læt svo samstarfsfélaga mína vita af þessu og það taka bara allir upp símann og hringja í sína nánustu. Borgin stoppar eiginlega bara þarna fyrsta klukkutímann eftir að þetta gerist,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, íbúi í Sydney, en Man Haron Monis hélt fólki föngnu á kaffihúsi þar í borg í tæpan sólarhring. Ásta segir marga eiga erindi í hverfið Martin Place, viðskiptahverfi Sydney. Mörg fyrirtæki eru til að mynda með aðalskrifstofur sínar í hverfinu. „Maður fann alveg að það greip um sig mikil hræðsla í borginni. Það var mikill erill og fólk var einhvern veginn bara að spá í þessu, hvort þeir þekktu einhvern þarna og þannig.“ Það hafi svo verið misvísandi skilaboð í fréttamiðlum úti að sögn Ástu, til dæmis um hversu margir væru að verki í gíslatökunni og hvort að hún tengdist öðrum hryðjuverkum, til að mynda hryðjuverkaárás sem tókst að koma í veg fyrir í Queensland í Ástralíu í september síðastliðnum. Ásta segir að fólk hafi óttast það mjög að um stóra hryðjuverkaárás væri að ræða.Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur og var fjölda gatna í miðborg Sydney lokað, þar á meðal Elizabeth Street sem liggur upp að Martin Place.Mynd/Ásta GuðmundsdóttirSydney var eins og draugaborg Aðspurð hvort að Ástralir líti almennt á hryðjuverkaárásir sem ógn við öryggi sitt segir Ásta: „Ekki að mínu mati, nei. Þetta er bara rosalega friðsæl borg og öryggi þínu er ekki ógnað. Þannig að þetta kom held ég rosalega mörgum mjög á óvart og fólk var bara í sjokki. Það býst enginn við svona í Sydney.“ Gíslatakan hafði mikil áhrif á samgöngur í borginni og var Sydney-brúnni lokað um tíma. Ásta segir að það hafi skapað óvissu hjá fólki um hvernig það ætti að komast heim til sín úr vinnu. „Brúin skiptir borginni í norður-og suðurhluta og við búum hérna í norðurhlutanum. Ég vinn hér en maðurinn minn vinnur í suðurhlutanum og þarf því að fara yfir brúna. Hann var því fastur hinu megin í smástund og samstarfsfélagar mínir sem þurfa að fara yfir brúna þeir voru hreinlega ekki vissir um að þeir kæmust heim.“ Í eftirmiðdaginn hafi brúin svo verið opnuð að hluta en að auki var götum í um 1 kílómetra radíus frá Martin Place lokað. Ásta segir að fólk tali um að Sydney hafi verið eins og draugaborg í gær, ekki bara í miðbænum, heldur víðar. Til að mynda hafi maðurinn hennar verið mjög snöggur heim úr vinnunni þar sem svo fáir voru á ferli í borginni. Aðspurð hvort hún upplifi það sem svo að ástralska þjóðin hafi þjappað sér saman í kjölfar gíslatökunnar, eins og Tony Abbott, forsætisráðherra, hvatti til, segir Ásta erfitt að leggja mat á það núna. „Þetta gerðist náttúrulega bara í gær svo það er erfitt að segja hvernig fólk mun taka á þessu nú þegar öllu er lokið. Það mun held ég bara koma í ljós á næstu dögum.“
Tengdar fréttir Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37 Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07 Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30 Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Uber margfaldaði verð í Sydney eftir gíslatökuna Ákváðu síðar að skutla öllum frítt af svæðinu. 15. desember 2014 09:37
Umsátrið í Sydney: Staðfest er að þrír hafi látist Gíslatökumaðurinn er á meðal þeirra látnu auk tveggja gísla. 15. desember 2014 19:07
Íbúar Sydney sýna múslimum stuðning Múslimar í Ástralíu hafa margir orðið fyrir aðkasti vegna umsátursins. Fólk sýnir stuðning með #illridewithyou 15. desember 2014 17:30
Umsátursástandinu í Sydney er lokið Skothvellir heyrðust á kaffihúsinu og réðst lögregla inn í kjölfarið. 15. desember 2014 15:29