Innlent

Faraldurinn gengið hraðar niður en Þórólfur bjóst við

Andri Eysteinsson skrifar
Þórólfur Guðnason
Þórólfur Guðnason Stöð 2

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það ekki hafa komið sér á óvart að hægt yrði að aflétta takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á þessum tímapunkti. Faraldurinn sé þó að ganga hraðar niður en hann hafði búist við.

„Upphaflega planið var að fyrsta aflétting yrði núna. Eins og við höfum alltaf sagt verður það gert í skrefum. Kannski með tveggja til fjögurra vikna millibili. Allt eftir því hvernig ástandið er þannig að þetta kom mér ekkert á óvart,“ sagði Þórólfur í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld áður en hann bætti við. 

„Reyndar hefur faraldurinn gengið hraðar niður en ég bjóst við.“

Þórólfur segist ekki búast við öðru en áfram muni ganga vel eftir að takmörkunum verður aflétt á miðnætti.

„Við sjáum bara hvað landinn hefur tekið vel við sér, farið eftir leiðbeiningum og ert eiginlega allt sem hann hefur verið beðinn um. Ég á von á því að fólk geri það áfram og þá mun þetta ganga vel,“ sagði Þórólfur.

Hvað varðar ferðalög erlendis er þó enn óljóst en ljóst að það sé ekki einungis undir Íslendingum komið. Ástandið er misalvarlegt í öðrum þjóðríkjum og miklar takmarkanir víða.

„Það er í skoðun hjá ráðuneytunum, hvernig og hvort það eigi að aflétta takmörkunum sem eru á ferðamenn núna. Það verður mjög fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því,ׅ “ sagði Þórólfur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×