Heimir: Erum með betra fótboltalið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2011 21:10 Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. „St. Patrick's er með sterkt lið og ef leikmenn fá að spila sinn leik þá eru þeir erfiðir viðureignar. Þeir vilja gefa marga langa bolta fram á völlinn og eru með mikið af fyrirgjöfum. Enda eru þeir sterkir í loftinu og við áttum oft í vandræðum með þá þegar þeir fengu hornspyrnur og aukaspyrnur,“ sagði Heimir. „Ef við förum að spila þennan leik - að gefa langar sendingar - þá lendum við í vandræðum. En um leið og við settum boltann niður á jörðina og fórum að láta hann ganga manna á milli mátti sjá að við erum með betra fótboltalið.“ „Það þýddi lítið að spila þessum löngu boltum fram þar sem við erum með frekar lágvaxna leikmenn. Þeir eru hins vegar með tveggja metra menn í hverri stöðu og töpum við því alltaf á þannig spilamennsku.“ Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu beggja liða og segir Heimir að sínir leikmenn hafi greinilega verið taugaóstyrkir. „Við þurfum að vera betur einbeittir í seinni leiknum. Það var vandamál í dag - kannski af því að þetta var fyrsti Evrópuleikurinn hjá langflestum af okkar leikmönnum. Auðvitað er smá spenna í ungum mönnum fyrir svona leik en hún er vonandi farin og við getum spilað betur í seinni leiknum á Írlandi.“ „Af þessum leik að dæma finnst mér að við eigum að geta komist áfram. En svo getur vel verið að þeir hafi átt slæman dag og komi sterkari til leiks á heimavelli. 1-0 forysta er ekki stór en engu að síður jákvætt að við héldum hreinu.“ Áður en kemur að síðari leiknum í Írlandi mæta Eyjamenn liði Fjölnis í bikarnum á sunnudaginn. Heimir segir að þétt dagskrá og mikil ferðalög eigi að hafa áhrif á sína menn. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að við værum að spila fjóra leiki á tíu dögum en ég sagði við peyjana í morgun að það væri eins og að fara á Þjóðhátíð og hafa áhyggjur af mánudögum. Maður fer á Þjóðhátíð til að skemmta sér og maður er þá ekki að velta fyrir sér hvað gerist á mánudeginum.“ „Við erum í toppbaráttu í úrvalsdeild, í átta liða úrslitum í bikar og í Evrópukeppninni. Ef menn eiga ekki að hafa gaman að því - hvenær þá?“ Fótbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. „St. Patrick's er með sterkt lið og ef leikmenn fá að spila sinn leik þá eru þeir erfiðir viðureignar. Þeir vilja gefa marga langa bolta fram á völlinn og eru með mikið af fyrirgjöfum. Enda eru þeir sterkir í loftinu og við áttum oft í vandræðum með þá þegar þeir fengu hornspyrnur og aukaspyrnur,“ sagði Heimir. „Ef við förum að spila þennan leik - að gefa langar sendingar - þá lendum við í vandræðum. En um leið og við settum boltann niður á jörðina og fórum að láta hann ganga manna á milli mátti sjá að við erum með betra fótboltalið.“ „Það þýddi lítið að spila þessum löngu boltum fram þar sem við erum með frekar lágvaxna leikmenn. Þeir eru hins vegar með tveggja metra menn í hverri stöðu og töpum við því alltaf á þannig spilamennsku.“ Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu beggja liða og segir Heimir að sínir leikmenn hafi greinilega verið taugaóstyrkir. „Við þurfum að vera betur einbeittir í seinni leiknum. Það var vandamál í dag - kannski af því að þetta var fyrsti Evrópuleikurinn hjá langflestum af okkar leikmönnum. Auðvitað er smá spenna í ungum mönnum fyrir svona leik en hún er vonandi farin og við getum spilað betur í seinni leiknum á Írlandi.“ „Af þessum leik að dæma finnst mér að við eigum að geta komist áfram. En svo getur vel verið að þeir hafi átt slæman dag og komi sterkari til leiks á heimavelli. 1-0 forysta er ekki stór en engu að síður jákvætt að við héldum hreinu.“ Áður en kemur að síðari leiknum í Írlandi mæta Eyjamenn liði Fjölnis í bikarnum á sunnudaginn. Heimir segir að þétt dagskrá og mikil ferðalög eigi að hafa áhrif á sína menn. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að við værum að spila fjóra leiki á tíu dögum en ég sagði við peyjana í morgun að það væri eins og að fara á Þjóðhátíð og hafa áhyggjur af mánudögum. Maður fer á Þjóðhátíð til að skemmta sér og maður er þá ekki að velta fyrir sér hvað gerist á mánudeginum.“ „Við erum í toppbaráttu í úrvalsdeild, í átta liða úrslitum í bikar og í Evrópukeppninni. Ef menn eiga ekki að hafa gaman að því - hvenær þá?“
Fótbolti Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira