Heimir: Erum með betra fótboltalið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2011 21:10 Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. „St. Patrick's er með sterkt lið og ef leikmenn fá að spila sinn leik þá eru þeir erfiðir viðureignar. Þeir vilja gefa marga langa bolta fram á völlinn og eru með mikið af fyrirgjöfum. Enda eru þeir sterkir í loftinu og við áttum oft í vandræðum með þá þegar þeir fengu hornspyrnur og aukaspyrnur,“ sagði Heimir. „Ef við förum að spila þennan leik - að gefa langar sendingar - þá lendum við í vandræðum. En um leið og við settum boltann niður á jörðina og fórum að láta hann ganga manna á milli mátti sjá að við erum með betra fótboltalið.“ „Það þýddi lítið að spila þessum löngu boltum fram þar sem við erum með frekar lágvaxna leikmenn. Þeir eru hins vegar með tveggja metra menn í hverri stöðu og töpum við því alltaf á þannig spilamennsku.“ Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu beggja liða og segir Heimir að sínir leikmenn hafi greinilega verið taugaóstyrkir. „Við þurfum að vera betur einbeittir í seinni leiknum. Það var vandamál í dag - kannski af því að þetta var fyrsti Evrópuleikurinn hjá langflestum af okkar leikmönnum. Auðvitað er smá spenna í ungum mönnum fyrir svona leik en hún er vonandi farin og við getum spilað betur í seinni leiknum á Írlandi.“ „Af þessum leik að dæma finnst mér að við eigum að geta komist áfram. En svo getur vel verið að þeir hafi átt slæman dag og komi sterkari til leiks á heimavelli. 1-0 forysta er ekki stór en engu að síður jákvætt að við héldum hreinu.“ Áður en kemur að síðari leiknum í Írlandi mæta Eyjamenn liði Fjölnis í bikarnum á sunnudaginn. Heimir segir að þétt dagskrá og mikil ferðalög eigi að hafa áhrif á sína menn. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að við værum að spila fjóra leiki á tíu dögum en ég sagði við peyjana í morgun að það væri eins og að fara á Þjóðhátíð og hafa áhyggjur af mánudögum. Maður fer á Þjóðhátíð til að skemmta sér og maður er þá ekki að velta fyrir sér hvað gerist á mánudeginum.“ „Við erum í toppbaráttu í úrvalsdeild, í átta liða úrslitum í bikar og í Evrópukeppninni. Ef menn eiga ekki að hafa gaman að því - hvenær þá?“ Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
ÍBV vann í kvöld 1-0 sigur á írska liðinu St. Patrick's í forkeppni Evrópudeildarinnar, 1-0, en þó stóð það oft tæpt hjá Eyjamönnum í leiknum. Heimir Hallgrímsson, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að nota sína styrkleika betur í seinni leiknum. „St. Patrick's er með sterkt lið og ef leikmenn fá að spila sinn leik þá eru þeir erfiðir viðureignar. Þeir vilja gefa marga langa bolta fram á völlinn og eru með mikið af fyrirgjöfum. Enda eru þeir sterkir í loftinu og við áttum oft í vandræðum með þá þegar þeir fengu hornspyrnur og aukaspyrnur,“ sagði Heimir. „Ef við förum að spila þennan leik - að gefa langar sendingar - þá lendum við í vandræðum. En um leið og við settum boltann niður á jörðina og fórum að láta hann ganga manna á milli mátti sjá að við erum með betra fótboltalið.“ „Það þýddi lítið að spila þessum löngu boltum fram þar sem við erum með frekar lágvaxna leikmenn. Þeir eru hins vegar með tveggja metra menn í hverri stöðu og töpum við því alltaf á þannig spilamennsku.“ Fyrri hálfleikur var slakur af hálfu beggja liða og segir Heimir að sínir leikmenn hafi greinilega verið taugaóstyrkir. „Við þurfum að vera betur einbeittir í seinni leiknum. Það var vandamál í dag - kannski af því að þetta var fyrsti Evrópuleikurinn hjá langflestum af okkar leikmönnum. Auðvitað er smá spenna í ungum mönnum fyrir svona leik en hún er vonandi farin og við getum spilað betur í seinni leiknum á Írlandi.“ „Af þessum leik að dæma finnst mér að við eigum að geta komist áfram. En svo getur vel verið að þeir hafi átt slæman dag og komi sterkari til leiks á heimavelli. 1-0 forysta er ekki stór en engu að síður jákvætt að við héldum hreinu.“ Áður en kemur að síðari leiknum í Írlandi mæta Eyjamenn liði Fjölnis í bikarnum á sunnudaginn. Heimir segir að þétt dagskrá og mikil ferðalög eigi að hafa áhrif á sína menn. „Einhverjir höfðu áhyggjur af því að við værum að spila fjóra leiki á tíu dögum en ég sagði við peyjana í morgun að það væri eins og að fara á Þjóðhátíð og hafa áhyggjur af mánudögum. Maður fer á Þjóðhátíð til að skemmta sér og maður er þá ekki að velta fyrir sér hvað gerist á mánudeginum.“ „Við erum í toppbaráttu í úrvalsdeild, í átta liða úrslitum í bikar og í Evrópukeppninni. Ef menn eiga ekki að hafa gaman að því - hvenær þá?“
Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira