Enski boltinn

Houllier ráðlagt að hætta þjálfun

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gerard Houllier.
Gerard Houllier.
Virtur hjartaskurðlæknir, dr. Duncan Dymond, hefur ráðlagt franska knattspyrnustjóranum Gerard Houllier að láta af þjálfun ef hann ætlar að halda heilsu.

Houllier hefur glímt við hjartavandamál í um tíu ár og var nýverið lagður inn á spítala vegna hjartavandræða.

"Það er of mikið álag að vera knattspyrnustjóri þegar þú glímir við þau vandamál sem Houllier hefur. Blóðþrýstingurinn rýkur upp og getur skapað hættu," sagði Symonds.

Gerard Houllier mun ekki stýra Aston Villa aftur í vetur og líklegt verður að teljast að hann setjist í helgan stein í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×