Enski boltinn

Toure límdi buxur Balotelli við loftið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli er prakkari.
Balotelli er prakkari.
Svo virðist vera að stemningin í búningsklefa Man. City sé betri en margur heldur. Fjöldamargar neikvæðar fréttir hafa komið úr búningsklefa félagsins í vetur þar sem menn eru að rífast og slást.

Þess utan keppast þeir við að stríða hvor öðrum. Yaya Toure gerði sér lítið fyrir á dögunum og límdi æfingabuxur Mario Balotelli við loftið á klefanum.

Balotelli hefur gaman af þessari stríðni og er þar í fararbroddi.

Vinir hans frá Ítalíu eru einnig duglegir að stríða honum og panta reglulega um 20 flatbökur fyrir hann. Einnig hafa þeir keypt gæludýr í hans nafni í gegnum síma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×