Hamrén: Mjög ánægður og gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 08:30 Hamrén í viðtalinu í nótt. mynd/skjáskot Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, var nokkuð sáttur með 1-0 sigur Íslands gegn Kanada í nótt. Leikurinn var ekki hluti af alþjóðlegum leikdegi og því fengu margir leikmenn tækifærið í nótt. „Við bjuggumst við því að þetta yrði erfitt því þeir eru gott lið. Þeir eru með marga leikmenn úr sínu aðalliði og þeir hafa verið hérna í tólf daga,“ sagði Erik við heimasíðu KSÍ. „Þeir voru tilbúnari en við. Við höfðum tvær æfingar og á undirbúningstímabili en ég er samt mjög ánægður. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður. Við spiluðum vel, vörðumst vel og sköpuðum færi til að skora fleiri mörk.“ „Í síðari hálfleik lentum við í vandræðum. Við vorum þreyttir í varnarleiknum svo við komum ekki í pressuna eins og við viljum. Við unnum ekki baráttuna og vorum einnig í vandræðum með boltann.“ „Á fyrstu 30 mínútum síðari hálfleiks vorum við að leggja mikið á okkur en ekki að spila eins vel og í fyrri hálfleiknum. Fyrir mig geturu ekki búist við að þetta verði 100% bæði varnar- og sóknarlega þegar þetta er fyrsti leikurinn saman.“ Nokkrar myndir úr vináttuleik Kanada og Íslands, sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Pictures from the Orange County, USA friendly between Canada and Iceland. pic.twitter.com/B8h2SlBPP9— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020 „Ég er mjög ánægður og þar gott að vinna fyrsta leikinn árið 2020.“ Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags og Erik segir að svipað verði upp á teningnum þar. „Á morgun munu þeir sem spiluðu meira en 60 mínútur fara í endurhæfingu. Aðrir fara á fótboltaæfingu og á föstudaginn höfum við hvíldardag. Enginn fótbolti en aðeins í líkamsræktarsalnum til að hvíla hausinn og lappirnar.“ „Svo æfum við á laugardaginn og spilum á sunnudaginn. Það verður sama staða uppi hjá El Salvador. Þeir vilja vinna leikinn til þess að fá stig á heimslista FIFA. Við höfum fleiri æfingar núna og það verður betra.“ „Við munum einnig prufa aðra leikmenn,“ sagði Svíinn að lokum. CAN vs ISL - Post-match interview with Iceland head coach Erik Hamrén https://t.co/EtK9ndSZ7I via @YouTube— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 16, 2020
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Sjá meira
Hólmar Örn tryggði íslenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta landsleik Góður sigur hjá íslenska liðinu í Bandaríkjunum í nótt. 16. janúar 2020 07:30