Fótbolti

Hólmar Örn tryggði ís­lenskan sigur er fimm léku sinn fyrsta lands­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik næturinnar.
Úr leik næturinnar. mynd/ksí

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann 1-0 sigur á Kanada er liðin mættust í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.

Ekki er um alþjóðlegan landsleikjadag að ræða svo ekki voru margir fastamenn í íslenska liðinu.Fyrsta og eina mark leiksins kom á 21. mínútu. Eftir hornspyrnu íslenska liðsins ákvað markmaður Kanada að fara í skógarúthlaup.

Hólmar Örn Eyjólfsson þakkaði pent fyrir sig og skoraði sitt annað landsliðsmark. Lokatölur 1-0.

Daníel Leó Grétarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Stefán Teitur Þórðarson, Alfons Sampsted og Bjarni Mark Antonsson léku allir sinn fyrsta landsleik.

Ísland mætir svo El Salvador á aðfaranótt mánudags.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.