Fótbolti

UEFA beygði reglurnar til að koma Ronaldo inn í úrvalslið ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fékk sérmeðferð hjá UEFA,
Cristiano Ronaldo fékk sérmeðferð hjá UEFA, Getty/y Giuseppe Maffia

Cristiano Ronaldo átti það á hættu að komast ekki í úrvalslið ársins hjá Knattspyrnusambandi Evrópu en menn þar á bæ fóru öðruvísi leið til þess að koma í veg fyrir það.

Bandaríski íþróttamiðillinn ESPN hefur heimildir fyrir því að UEFA menn hafi beygt reglurnar aðeins til að þess að koma Ronaldo í liðið.

Knattspyrnuáhugafólk fékk það verkefni að kjósa úrvalslið ársins og var lagt upp með að nota 4-3-3 leikerfið eins og oftast áður.



Þegar úrvalsliðið var svo tilkynnt kom í ljós að það var sett upp í hinu óvenjulega leikkerfi 4-2-4.

Cristiano Ronaldo fékk nefnilega færri atkvæði en framherjarnir Lionel Messi, Sadio Mane og Robert Lewandowski.

UEFA fjölgaði þá bara í sóknarlínunni og fórnaði Chelsea-manninum N'Golo Kante samkvæmt heimildum ESPN.

Aðrir leikmenn í úrvalsliði UEFA voru markvörðurinn Allison Becker, varnarmennirnir Matthijs de Ligt, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson auk miðjumannanna Kevin de Bruyne og Frenkie de Jong.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×