Fótbolti

Jón Guðni á bekknum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson í leik með Fram í Pepsi-deildinni í sumar.
Jón Guðni Fjóluson í leik með Fram í Pepsi-deildinni í sumar. Mynd/Valli
Jón Guðni Fjóluson sat á bekknum er lið hans, Germinal Beerschot, gerði 2-2 jafntefli við Gent á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var fyrsta stig Beerschot á tímabilinu en liðið tapaði í fyrstu umferð deildarinnar um síðustu helgi.

Arnar Þór Viðarsson spilaði hins vegar allan leikinn fyrir Cercle Brügge sem gerði 1-1 jafntefli við Mons í dag. Liðið er í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×