Erlent

Viðræður Omerts og Abbas hafa gengið vel

Abbas og Olmert funduðu í dag á Vesturbakkanum í dag.
Abbas og Olmert funduðu í dag á Vesturbakkanum í dag. Mynd/ AFP
Viðræður milli Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmouds Abbas, forseta Palestínu, á Vesturbakkanum í dag hafa gengið vel að þeirra sögn. Þeir hittust í Jeríkó á Vesturbakkanum í morgun og hafa fundað í dag.

Saeb Erekat, talsmaður Palestínumanna, segir að engar töfralausnir hafi náðst fram á fundinum en grundvallaratriði varðandi stofnun palestínsk ríkis hafi verið rædd.

Þetta var í fyrsta skipti í mörg ár sem leiðtogar Ísrael og Palestínu hittast á palestínsku svæði. Fyrirhugað er að halda fleiri fundi á milli aðila fram að friðarráðstefnu sem Bush Bandaríkjaforseti hefur áformað að halda í nóvember.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×