Landlæknir gefur út upplýsingar fyrir börn og ungmenni Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 23:55 Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Embætti landlæknis hefur gefið út upplýsingar sniðnar að börnum og ungmennum varðandi kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þar er að finna helstu svör við ýmsum spurningum sem gætu brunnið á ungu fólki og farið yfir helstu atriði til að hafa í huga. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi í dag en um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Sá hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu fyrr í mánuðinum með fjölskyldu sinni en þó ekki á svæði sem smit höfðu komið upp. Hann fór að veikjast nokkrum dögum eftir heimkomu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sagði í viðtali við Vísi í dag að það væri mikilvægt að foreldrar væru meðvitaðir um það hvort börn þeirra væru að hlusta á fréttaflutning um kórónuveiruna og fylgjast með umræðu um hana. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvort börnin hafi verulegar áhyggjur og þá leiðrétta mögulegar rangfærslur. Sjá einnig: Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna Hættustigi almannavarna var lýst yfir eftir að tilfellið hér á landi var staðfest. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Í upplýsingum landlæknis má finna grunnupplýsingar um kórónuveiruna. Þá má finna nánustu upplýsingar um þróun mála, viðbúnar og ráðleggingar á vef embættisins landlaeknir.is. Hvað er kórónaveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Hvernig veikindum veldur hún? Kórónaveiran veldur veikindum sem svipar mjög til algengra kvefeinkenna, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf og leiðbeiningar í síma 1700. Er kórónaveiran hættuleg? Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónaveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast í Kína. Veiran hefur síðan ferðast frá Kína til fleiri landa. Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mjög alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið veikir. Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast. Hvernig get ég forðast að smitast? Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið. Af hverju eru sumir með grímur? Fólk sem þarf að vinna mjög náið með öðrum og hitta marga í vinnunni sinni velur stundum að vera með grímur, til dæmis hjúkrunarfræðingar, læknar og þeir sem hitta marga ferðamenn. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Sjá meira
Embætti landlæknis hefur gefið út upplýsingar sniðnar að börnum og ungmennum varðandi kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þar er að finna helstu svör við ýmsum spurningum sem gætu brunnið á ungu fólki og farið yfir helstu atriði til að hafa í huga. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist hér á landi í dag en um er að ræða karlmann á fimmtugsaldri. Sá hafði verið í skíðaferð á Norður-Ítalíu fyrr í mánuðinum með fjölskyldu sinni en þó ekki á svæði sem smit höfðu komið upp. Hann fór að veikjast nokkrum dögum eftir heimkomu. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Litlu kvíðameðferðarstöðinni, sagði í viðtali við Vísi í dag að það væri mikilvægt að foreldrar væru meðvitaðir um það hvort börn þeirra væru að hlusta á fréttaflutning um kórónuveiruna og fylgjast með umræðu um hana. Foreldrar þurfi að vera vakandi fyrir því hvort börnin hafi verulegar áhyggjur og þá leiðrétta mögulegar rangfærslur. Sjá einnig: Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónuveiruna Hættustigi almannavarna var lýst yfir eftir að tilfellið hér á landi var staðfest. Skilgreiningin á hættustigi samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna vegna heimsfaraldurs er eftirfarandi: Umtalsverðar hópsýkingar brjótast út hjá mönnum en þær eru enn staðbundnar. Veiran aðlagast mönnum í vaxandi mæli og umtalsverð hætta er á heimsfaraldri. Sýking kann að hafa verið staðfest hér á landi en lýsa má hættustigi þó sýking hafi ekki borist til landsins. Sjá einnig: Hvað er hættustig almannavarna og hvað áttu að gera til að forðast smit? Í upplýsingum landlæknis má finna grunnupplýsingar um kórónuveiruna. Þá má finna nánustu upplýsingar um þróun mála, viðbúnar og ráðleggingar á vef embættisins landlaeknir.is. Hvað er kórónaveiran? Kórónaveira er tegund af veiru sem getur valdið veikindum, sérstaklega hjá þeim sem eru ekki heilsuhraustir fyrir. Hvernig veikindum veldur hún? Kórónaveiran veldur veikindum sem svipar mjög til algengra kvefeinkenna, eins og hósta, hita og beinverkja. Veiran getur líka valdið alvarlegum veikindum eins og lungnabólgu. Ef grunur vaknar um smit er best að fá ráðgjöf og leiðbeiningar í síma 1700. Er kórónaveiran hættuleg? Ástæðan fyrir því að öll lönd í heiminum fylgjast vel með kórónaveirunni núna er að það hefur greinst ný tegund af henni og mjög margir hafa smitast í Kína. Veiran hefur síðan ferðast frá Kína til fleiri landa. Íslensk stjórnvöld, læknar, lögreglan og Rauði krossinn vinna saman að því að tryggja að sem fæstir smitist af henni á Íslandi, og að þeir sem smitast fái góða læknisaðstoð. Fáir af þeim sem smitast af veirunni verða mjög alvarlega veikir en það þarf að fylgjast með öllum sem greinast. Langflestir jafna sig og verða jafnvel lítið veikir. Gæti ég smitast af kórónaveirunni? Þeir sem hafa verið mjög nálægt einhverjum sem þegar er veikur vegna kórónaveirunnar, eða hafa snert smitað fólk, sofið í sama rúmi eða verið í sama húsnæði gætu átt á hættu að smitast. Hvernig get ég forðast að smitast? Mikilvægast er að þvo sér vel og oft um hendurnar, með vatni og sápu eða handspritti. Svo er góð regla að forðast náin samskipti við aðra sem eru með einkenni kvefs, eins og hnerra eða hósta. Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann en ekki í hendurnar eða út í loftið. Af hverju eru sumir með grímur? Fólk sem þarf að vinna mjög náið með öðrum og hitta marga í vinnunni sinni velur stundum að vera með grímur, til dæmis hjúkrunarfræðingar, læknar og þeir sem hitta marga ferðamenn.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21 Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25 Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45 Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Fleiri fréttir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Sjá meira
Sýni hafa verið tekin úr tveimur samstarfsmönnum mannsins Vinnustaður mannsins sem greindist með kórónuveiruna COVID-19 í dag er kominn í sóttkví. 28. febrúar 2020 20:21
Mikill meirihluti fær væg einkenni flensunnar Fyrsta tilfelli Covid-19 kórónuveirunnar var greint hér á landi í dag. Karlmaður um fimmtugt, sem var á ferðalagi um norður Ítalíu liggur veikur á spítala. Viðbúnaðarstig almannavarna hefur verið hækkað úr óvissustigi í hættustig. Almenningur er beðinn að sýna stillingu og fylgja fyrirmælum yfirvalda. 28. febrúar 2020 19:25
Þrjú lögregluembætti vinna að því að greina ferðir mannsins Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, brýnir fyrir fólki að leita til fjölmiðla fyrir upplýsingar um þróun mála varðandi kórónuveiruna COVID-19. 28. febrúar 2020 19:45
Kona mannsins ekki smituð af kórónuveirunni Sýni sem tekið var til greiningar reyndist neikvætt. 28. febrúar 2020 20:05