Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna Heimir Már Pétursson skrifar 2. apríl 2020 19:20 Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að grípa þurfi til enn stórtækari aðgerða en þegar hafi verið gert til að koma í veg fyrir að stór hluti fyrirtækja leggi niður starfsemi. Til greina komi að ríkið styðji fyrirtæki beint með fjárframlögum. Þingmenn spurðu fjármálaráðherra út í frekari aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar lýsti sérstökum áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi á Suðurnesjum. „Hvergi lítur staðan jafn illa út og á Suðurnesjum. Þar sem spár lýsa allt að 25 prósenta atvinnuleysi," sagði Hanna Katrín. Þetta væri fimmta stóráfall íbúa þar frá því herinn fór fyrir einum og hálfum áratug. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði áfallið af áður óþekktri stærðargráðu. Ef áfram héldi sem horfði verði 20 prósent vinnuaflsins á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. „Við erum að spila í þoku. Það er ákveðið myrkur fyrir framan okkur varðandi hvernig úr þessu mun spilast áfram. En við erum tilbúin til að ganga lengra,“ sagði Bjarni. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins sagði heillavænna að grípa til almennra aðgerða til handa fyrirtækjunum í landinu. „Telur ráðherra að það komi til greina að lækka tryggingagjaldið verulega. Sem hefði þá víðtæk jákvæð áhrif á atvinnulífið í heild sinni,“ sagði Karl Gauti. Bjarni sagði tryggingagjaldið þrátt fyrir allt aðeins vera um 6 prósent af launakostnaði fyrirtækja. Hlutabóta aðgerðin væri mun stærri og gagnaðist betur, enda ætti tryggingagjaldið að standa undir atvinnuleysisbótum og fleiru, en allt kæmi til greina. „Ég deili áhyggjum háttvirts þingmanns á framhaldinu. Ég verð bara að segja alveg eins og er að staðan er að versna hraðar en ég hafði vonast til að yrði raunin,“ sagði fjármálaráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar lýsti áhyggjum af skorti á gagnsæi stuðnings stjórnvalda með brúarlánum til fyrirtækja. „Með þessu úrræði er íslenskur almenningur að taka á sig allt að fimmtíu milljarða króna ríkisábyrgð til fyrirtækja. Þess vegna þarf þetta að vera uppi á borðinu,“ sagði Ágúst Ólafur. Fjármálaráðherra tók undir þetta en lýsti meiri áhyggjum af stöðunni nú er uppgjöri síðar meir. Víða annars staðar, til að mynda á Norðurlöndum, væru fyrirtæki styrkt beint. „Og ég tel að við munum áður en langt um líður þurfa að taka afstöðu til þess hversu langt við værum mögulega tilbúin að ganga í beinum styrkjum til fyrirtækja til að þau missi ekki leiguhúsnæði tapi ekki starfsmönnum og svo framvegis,“ sagði Bjarni Benediktsson og ólíklegt að öll lán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33 Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 2. apríl 2020 12:33
Bjarni bjartsýnn á samninga en segir krísuna dragast á langinn Fjármálaráðherra segir samningum við hjúkrunarfræðinga að mestu lokið og hefur trú á að endanlegir samningar náist fljótlega. 2. apríl 2020 12:22