Atvinnulíf

Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar.
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Sigurjón Ólason

Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. 

Til að flýta fyrir afgreiðslu og úrvinnslu allra mála hefði hins vegar verið ákveðið að horfa ekkert til persónuafsláttar fyrir fyrstu útborgun nú um mánaðamótin enda hefði úrræðið aðeins tekið gildi þann 15. mars. Það tryggir að í mars er persónuafsláttur fullnýttur í greiðsluhluta atvinnurekenda.

Að sögn Unnar stóð aldrei neitt annað til en að nýta persónuafsláttinn frá og með apríl. Það hafi hins vegar ekki verið farið yfir það með starfsfólki stofnunarinnar að sá háttur yrði á eftir næstu mánaðarmót.  

Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna.

Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×