Persónuafsláttur verður nýttur hjá Vinnumálstofnun í apríl Rakel Sveinsdóttir skrifar 2. apríl 2020 12:33 Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Sigurjón Ólason Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. Til að flýta fyrir afgreiðslu og úrvinnslu allra mála hefði hins vegar verið ákveðið að horfa ekkert til persónuafsláttar fyrir fyrstu útborgun nú um mánaðamótin enda hefði úrræðið aðeins tekið gildi þann 15. mars. Það tryggir að í mars er persónuafsláttur fullnýttur í greiðsluhluta atvinnurekenda. Að sögn Unnar stóð aldrei neitt annað til en að nýta persónuafsláttinn frá og með apríl. Það hafi hins vegar ekki verið farið yfir það með starfsfólki stofnunarinnar að sá háttur yrði á eftir næstu mánaðarmót. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, starfandi forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að persónuafsláttur einstaklinga verði nýttur frá og með apríl fyrir einstaklinga í skertu starfshlutfalli sem fá atvinnuleysisbætur greiddar samhliða. Til að flýta fyrir afgreiðslu og úrvinnslu allra mála hefði hins vegar verið ákveðið að horfa ekkert til persónuafsláttar fyrir fyrstu útborgun nú um mánaðamótin enda hefði úrræðið aðeins tekið gildi þann 15. mars. Það tryggir að í mars er persónuafsláttur fullnýttur í greiðsluhluta atvinnurekenda. Að sögn Unnar stóð aldrei neitt annað til en að nýta persónuafsláttinn frá og með apríl. Það hafi hins vegar ekki verið farið yfir það með starfsfólki stofnunarinnar að sá háttur yrði á eftir næstu mánaðarmót. Vísir hefur áræðanlegar heimildir fyrir því að fólk og fyrirtæki hafa fengið aðrar upplýsingar símleiðis hjá starfsfólki Vinnumálastofnunar síðustu daga, þó ekki væri verið að spyrja um mars mánuð sérstaklega. Unnur segir ákvarðanir sem þessar teknar á öðrum samráðsvettvangi og því hafi útfærslur fyrir apríl ekki verið ræddar sérstaklega við starfsfólk. Það hafi því ekki haft nýjustu upplýsingar varðandi útfærsluna. Á dögunum var samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Áhersla var lögð á að tekjulægstu hóparnir yrðu ekki fyrir tekjuskerðingu og var upprunalegum hugmyndum ríkisstjórnarinnar því breytt þannig að allir sem nú eru með fjögurhundruð þúsund krónur eða minna í laun á mánuði, munu fá jafnmikið samanlagt í launum og bótum.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Sjá meira