Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 08:00 Óli H. Þórðarson sem vann greiningu á banaslysum í umferðinni segist hafa komist í náið samband við aðstandendur þeirra sem létust. Vísir/GVA „Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
„Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira