Vann launalaust í átta ár að greiningu slysa Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2015 08:00 Óli H. Þórðarson sem vann greiningu á banaslysum í umferðinni segist hafa komist í náið samband við aðstandendur þeirra sem létust. Vísir/GVA „Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst. Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira
„Ég áttaði mig ekki á hvað þetta yrði gríðarlega mikil vinna. Ef ég hefði vitað það þá hefði ég mögulega hugsað minn gang,“ segir Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarstofu, sem í gær kynnti greiningu sína á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi árið 1915 til 2014. Óli hefur unnið að verkefninu síðustu átta ár og allt í sjálfboðavinnu. Gagnagrunnurinn hefur verið afhentur Rannsóknarnefnd samgönguslysa til varðveislu og viðbótarvinnslu í framtíðinni. Óli segist til að byrja með hafa átt erfitt með að átta sig á hvernig hann ætti að vinna verkið. Hann notaðist mikið við vefsíðuna timarit.is og segir að hann hefði ekki getað þetta án hennar. „Ég las heilu árgangana af blöðum, hvert einasta, það var ekkert annað hægt. Stundum fann ég þetta inni í minningargreinum. Ég fann til dæmis eina litla frétt: „Þrír látnir eftir umferðarslys“, þá höfðu birst fréttir um slys nokkrum dögum áður sem síðar reyndust vera banaslys.“ Óli notaðist við 439 heimildar- og hjálparmenn um allt land. Margir þeirra eru látnir í dag en til að mynda fékk hann fleiri en einn prest til að fara í kirkjugarða að lesa á legsteina til að staðfesta fæðingar- eða dánardaga fórnarlamba. Aðstandendur þeirra sem létust voru honum einnig innan handar. „Það snart mig mjög djúpt þegar ég hringdi og var búinn að segja frá erindi mínu að oft hafði fólkið aldrei rætt þessi slys fyrr en þá. Þetta voru þá kannski slys sem höfðu orðið fyrir hálfri öld eða meira. Fólk sem lifði á tímum þegar svona lagað var ekki rætt,“ segir Ói. Hann segist með þessu hafa komist í náið samband við aðstandendurna og fann hversu þungt þetta hvíldi á þeim. „Mér fannst alveg furðulegt að það skyldi enginn þeirra neita að tjá sig um þetta við mig. Það var alveg með ólíkindum. Ég fann það fljótt að mig langaði að gera þetta í minningu þeirra sem hafa látist í umferðarslysum og í hluttekningu við aðstandendur þeirra.“ Viðlíka gagnagrunnur fyrirfinnst hvergiÁgúst Mogensen forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysaÁgúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa, bauð Óla aðstöðu fyrir rannsóknarvinnuna. Hann segir mikilvægi greiningar Óla ótvírætt. „Ég held það megi fullyrða að viðlíka gagnagrunnur um banaslys í umferðinni sé hvergi til annars staðar í heiminum. Þetta er mjög mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að umferðaröryggismálum og býður upp á ýmsa möguleika að greina slysin og orsakir þeirra nánar,“ segir Ágúst.Óli kemst að þeirri niðurstöðu að á þessu tæpa 100 ára tímabili hafi 1.502 einstaklingar látist í umferðarslysum á Íslandi. Hins vegar létust aðeins fjórir í fyrra en svo fáir hafa ekki látist síðan fyrir stríð, en árið 1939 létust einnig fjórir. „Þetta er náttúrulega of mikið mannfall, 1.502. Mikil meiðsli og sárindi sem hafa hlotist af umferðarslysum í gegnum tíðina. Fyrir um 20 árum vorum við í sömu stöðu og nú, það er að banaslysum hafði fækkað. En síðan fjölgaði þeim aftur. Við verðum því að sinna umferðaröryggismálum áfram. Okkur ber skylda til að læra af sögunni og fækka slysum enn frekar,“ segir Ágúst.
Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Sjá meira