Erlent

Evrópusambandið bannar útflutning á landbúnaðarvörum frá Bretlandi

Evrópusambandið hefur ákveðið að banna útflutning á fersku kjöti, lifandi skepnum og mjólkurvörum frá öllu meginlandi Bretlands tímabundið, vegna gin- og klaufaveiki sem greindist á bóndabæ nærri Guildford í Surrey fyrir utan Lundúnir í síðustu viku.

Talsmenn Evrópusambandsins segja að ákvörðunin verði nánar útfærð í dag. Áður höfðu yfirvöld í Bretlandi bannað allan flutning á búfénaði af sömu ástæðu. Talsmaður Evrópusambandsins hrósaði í morgun breskum stjórnvöldum fyrir snögg viðbrögð þegar vitað var af smitinu. Um sextíu dýr á bænum reyndust smituð af sjúkdómnum. Samkvæmt lögum verður öllum nautgripum á bænum slátrað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×