Erlent

Uppreisnarhópar í Darfúr óska eftir friðarviðræðum

Uppreisnarhópar í Darfúr-héraði í Súdan hafa óskað eftir friðarviðræðum við stjórnvöld í Súdan. Samningamenn á vegum Afríkubandalagsins og Sameinuðu þjóðanna greindu frá þessu í morgun. Fulltrúar hópanna luku funda nú í Tansaníu og munu hafa komist að samkomulagi um sameiginlegar kröfur.

Búist er við að viðræður hefjist á eftir tvo til þrjá mánuði. Nokkrir áhrifamiklir uppreisnarleiðtogar mættu þó ekki til fundarins í Tansaníu um helgina og því efast margir um að viðræðurnar sem fyrirhugaðar eru eigi eftir að skila árangri. Þeim sem voru fjarstaddir er þó boðið að setjast að samningaborðinu þegar viðræður hefjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×