Umfjöllun: Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund Kolbeinn Tumi Daðason á Nettó-vellinum skrifar 30. júní 2011 15:25 Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi. Valsarar mættu mun ákveðnari til leiks og tóku öll völd á vellinum. Þeir léku boltanum vel sín á milli og nýttu breidd vallarins vel. Á köntunum voru þeir Arnar Sveinn Geirsson og Jón Vilhelm Ákason sérstaklega sprækir og áttu varnarmenn Keflvíkinga í mestu vandræðum með þá. Valsmenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn og óhætt að segja að forystan hafi verið verðskulduð. Keflvíkingar sluppu líka með skrekkinn því líklega hefði Kristinn Jakobsson átt að vísa Guðjóni Árna varnarmanni Keflvíkinga af velli fyrir að brjóta á Jóni Vilhelm sem var fyrir opnu marki. Sem betur fer fyrir Valsmenn skoraði Guðjón Pétur Lýðsson úr spyrnunni. Valsmenn marki yfir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var nánast spegilmynd af hinum fyrri. Valsarar sköpuðu sér fjölmörg færi og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Ómars Jóhannssonar í marki Keflavíkur hefðu lokatölurnar orðið skrautlegar. Hann gat þó ekkert gert á 59. mínútu þegar Pól Justinussen smellhitti boltann á lofti með hægri fæti utarlega í teignum. Boltinn small í slánni, niður á línuna, aftur í slána og inn. Stórglæsilegt mark. Það sem eftir lifði leiks reyndu Keflvíkingar að klóra í bakkann en tókst ekki að skapa sér nein færi. Í þau skipti sem þeir fjölmenntu á vallarhelming Valsmanna fengu þeir hröð upphlaup í bakið. Andri Fannar Stefánsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Christian Mouritsen fengu allir færi til þess að bæta við mörkum en Ómar sá við þeim öllum. Lokatölurnar 2-0 og Valsarar komnir í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir KR. Keflvíkingar eru hins vegar í 8. sæti með átta stig og þurfa að bæta sinn leik ef ekki á illa að fara í sumar. TölfræðiSkot (á mark): 8-22 (2-11)Varin skot: Ómar 8 – Sindri Snær Jensson 2Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 1-4Dómari: Kristinn Jakobsson 5. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Valsarar tóku Keflvíkinga í kennslustund suður með sjó í kvöld. Frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu voru Keflvíkingar í eltingaleik við spræka Valsara sem unnu að lokum 2-0 sigur. Lokatölurnar gefa þó ekki rétta mynd af yfirburðum Valsmanna sem voru algjörir. Strax frá fyrstu mínútu var ljóst í hvað stefndi. Valsarar mættu mun ákveðnari til leiks og tóku öll völd á vellinum. Þeir léku boltanum vel sín á milli og nýttu breidd vallarins vel. Á köntunum voru þeir Arnar Sveinn Geirsson og Jón Vilhelm Ákason sérstaklega sprækir og áttu varnarmenn Keflvíkinga í mestu vandræðum með þá. Valsmenn komust yfir með marki úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleikinn og óhætt að segja að forystan hafi verið verðskulduð. Keflvíkingar sluppu líka með skrekkinn því líklega hefði Kristinn Jakobsson átt að vísa Guðjóni Árna varnarmanni Keflvíkinga af velli fyrir að brjóta á Jóni Vilhelm sem var fyrir opnu marki. Sem betur fer fyrir Valsmenn skoraði Guðjón Pétur Lýðsson úr spyrnunni. Valsmenn marki yfir í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var nánast spegilmynd af hinum fyrri. Valsarar sköpuðu sér fjölmörg færi og ef ekki hefði verið fyrir stórleik Ómars Jóhannssonar í marki Keflavíkur hefðu lokatölurnar orðið skrautlegar. Hann gat þó ekkert gert á 59. mínútu þegar Pól Justinussen smellhitti boltann á lofti með hægri fæti utarlega í teignum. Boltinn small í slánni, niður á línuna, aftur í slána og inn. Stórglæsilegt mark. Það sem eftir lifði leiks reyndu Keflvíkingar að klóra í bakkann en tókst ekki að skapa sér nein færi. Í þau skipti sem þeir fjölmenntu á vallarhelming Valsmanna fengu þeir hröð upphlaup í bakið. Andri Fannar Stefánsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Christian Mouritsen fengu allir færi til þess að bæta við mörkum en Ómar sá við þeim öllum. Lokatölurnar 2-0 og Valsarar komnir í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir KR. Keflvíkingar eru hins vegar í 8. sæti með átta stig og þurfa að bæta sinn leik ef ekki á illa að fara í sumar. TölfræðiSkot (á mark): 8-22 (2-11)Varin skot: Ómar 8 – Sindri Snær Jensson 2Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 13-7Rangstöður: 1-4Dómari: Kristinn Jakobsson 5.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira