Kári sakar alþingismenn um að vera ekki lengur fulltrúar þjóðarinnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Kári Stefánsson. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar. Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Kári Stefánsson gagnrýnir alla stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi harðlega fyrir að fjársvelta heilbrigðiskerfið, í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar spyr hann hvort þingið ætli að reka rýting í bak þjóðarinnar, en í greininni lýsir hann reynslu fjölskyldu sinnar af kerfinu. Kári lýsir því hvernig hann fékk símtal um miðja nótt þar sem honum var tilkynnt að fárveik systir hans sem lá inn á gjörgæslu á Hringbraut yrði flutt yfir á gjörgæsluna á Fossvogi vegna þess að ekki væri nægur mannskapur á Hringbraut til þess að sinna henni. Læknir á deildinni hefði tjáð Kára að það þyrfti þrátt fyrir að það fæli í sér gríðarlega áhættu fyrir sjúklinginn einfaldlega vegna þess að ekki væri annað hægt vegna ástandsins á spítalanum. Kári telur að samþykki Alþingi núverandi fjárlagafrumvarp óbreytt reki það rýting í bak þjóðarinnar. Hann segir það ótrúlegt að sá möguleiki sé fyrir hendi örfáum vikum eftir kosningar þar sem allir flokkar hafi lofað endurreisn heilbrigðiskerfisins. Hann gagnrýnir Ásmund Friðriksson alþingismann Sjálfstæðisflokksins harðlega fyrir að efast um sannleiksgildi nýlegra mynda frá landsspítalanum sem sýna plássleysi sjúklinga og líkir veru þingmannsins á Alþingi við veru kanarífugls í námugöngum. Kári segir að svo virðist vera sem þorri þingmanna sem áður voru á því að endurreisa þyrfti heilbrigðiskerfið sé nú kominn á þá skoðun að þjóðin sé að ýkja vandann. Að lokum spyr Kári hvað þjóðin eigi að gera við þá sem virðast ekki lengur vera fulltrúar þjóðarinnar.
Alþingi Tengdar fréttir Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Rýtingur Þingsins í bak þjóðar? Þegar ég var kandídat á taugalækningadeild Landspítalans var kústaskápur á ganginum sem tengdi A- og B-ganga lyflækningadeildar við hvelfingu þar sem voru fjórar dyr, einar þeirra veittu aðgang að taugalækningadeildinni þar sem ég vann. Auk kústa hýsti skápurinn fötur og tuskur og einhvers konar sápubrúsa. 23. desember 2016 07:00