Pútín situr á sér og bíður eftir Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. desember 2016 07:00 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Barack Obama Bandaríkjaforseti á leiðtogafundi í Mexíkó árið 2012. vísir/epa Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Þegar Donald Trump tekur við forsetaembætti Bandaríkjanna þarf hann að taka afstöðu til þess hvort hann vilji halda áfram refsiaðgerðum gegn Rússum, sem Barack Obama kynnti vegna inngripa rússneskra tölvuþrjóta í bandarísku kosningabaráttuna. Trump hefur hingað til ekki gert mikið úr ásökunum á hendur Rússum, sem hafi unnið gegn Hillary Clinton í kosningabaráttunni. Mikilvægara sé að horfa fram á við. Nú segist Trump ætla að kynna sér þau gögn sem bandaríska alríkislögreglan FBI hefur lagt fram, þar sem fullyrt er að tölvuþrjótarnir hafi verið rússneskir og með tengsl við rússnesku leyniþjónustuna. Obama ákvað að vísa 35 rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Sergei Lavrov utanríkisráðherra lagði síðan til að Rússar myndu svara í sömu mynt. Þeir geti ekki látið „móðgunum af þessu tagi ósvarað“ og ættu því að vísa 35 Bandaríkjamönnum úr landi. Pútín ákvað hins vegar í gær að bíða átekta og vísa engum úr landi núna en halda því opnu hver viðbrögðin verða þar til Donald Trump tekur við af Obama 20. janúar. „Við áskiljum okkur rétt til að grípa til gagnaðgerða,“ sagði Pútín í yfirlýsingu í gær. Hins vegar ætli hann sér ekki að fara niður á sama plan og Obama. Þvert á móti verði börnum allra bandarískra stjórnarerindreka í Moskvu boðið í áramótagleðskap. „Við lítum svo á að þessi nýju óvinsamlegu skref fráfarandi Bandaríkjastjórnar séu ögrandi og til þess ætluð að grafa undan samskiptum Rússlands og Bandaríkjanna,“ sagði Pútín. „Þetta gengur tvímælalaust gegn grundvallarhagsmunum bæði Bandaríkjamanna og Rússa.“ Rússneska þingkonan Irina Jarovaja sagði refsiaðgerðirnar vera hefnd Obama gegn bandarískum kjósendum: „Það skiptir ekki máli hve mörgum stjórnarerindrekum Obama vísar úr landi, það var hin árásargjarna og Rússafælna stefna hans sem bandarískir kjósendur höfnuðu.“ Þá sagði María Sacharowa, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, í færslu á Facebook að Obama hafi nú staðfest það sem hún og fleiri hafi sagt árum saman, að hann og ráðherrar hans séu „engin ríkisstjórn heldur samansafn utanríkispólitískra aumingja, sem eru fullir heiftar og skammsýnir“.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira