Real Madrid var í engum vandræðum með Deportivo La Coruna í fyrsta leik liðsins undir stjórn Zinedine Zidane eftir að hann tók við af Rafa Benitez. Lokatölur urðu 5-0, en Gareth Bale skoraði þrennu.
Karim Benzema kom Real yfir á fimmtándu mínútu og átta mínútum síðar skoraði Gareth Bale fyrsta mark sitt. Staðan var 2-0 í hálfleik, en Bale bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Real á 49. mínútu.
Bale var ekki hættur og fullkomnaði þrennu sína á 63. mínútu og Benzema bætti við öðru marki sínu í uppbótartíma. Bale varð því fyrsti breski leikmaðurinn til að skora tvær þrennur á sama tímabilinu í spænsku deildinni. Draumabyrjun hjá Zidane og lokatölur 5-0.
Real er því með 40 stig í þriðja sætinu; tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona sem á þó leik til góða, en Deportivo er í níunda sætinu með 27 stig.
Zidane byrjar með látum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn




Miðarnir langdýrastir hjá Fulham
Enski boltinn



Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum
Enski boltinn