Ólafur um bróðurmissinn: „Stjórnin og þeir sem stóðu að liðinu sýndu úr hverju þeir eru gerðir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 18:00 Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH. vísir/bára Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Helgi Kristjánsson missti bróður sinn í bílslysi árið 2009. Hann ræddi meðal annars bróðurmissinn í samtali við Guðmund Benediktsson í Sportinu í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Í viðtalinu var farið yfir fyrsta og eina Íslandsmeistaratitil Blika í karlaflokki en Ólafur var þá þjálfari liðsins en hann þjálfar uppeldisfélagið FH í dag. „Ég held að allt þetta í kringum jólin 2009, hvort sem það var fótbolti eða vinnan manns, þá eðli málinu samkvæmt þá fór það ekki í annað sætið, heldur fimmta eða sjötta sætið,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég man alltaf eftir þessu að við erum að klára síðustu æfinguna fyrir jól þann 18. desember. Menn voru á leiðinni í frí og slökun þá verður þetta hörmulega slys og manni er kippt út úr „comfort-zoneinu“ og raunveruleikanum. Við tekur vika á gjörgæslu.“ Hann hrósar stjórn Blika á þessum tíma og segir að þeir hafi hjálpað honum mikið. „Þegar ég hugsa og horfi til baka þá nefndi ég leikmenn og þjálfara sem voru með mér en stjórnin sem var hjá Breiðabliki og þeir sem stóðu að liðinu, og höfðu staðið með mér þetta erfiða 2009 tímabil sem endaði með titli, þeir sýndu úr hverju þeir voru gerðir. Þeir sýndu skilning á því að gefa back-up.“ „Ég man eftir því að fljótlega eftir að Hrafnkell er jarðaður í byrjun janúar, þá koma þeir til mín og segja við mig að ég þurfi breik. Þeir senda mig til Boston ásamt konunni. Við tókum fimm til sex daga þar. Þetta sýnir það að ef þú ætlar að fá max út úr mönnum þá þurfa þeir eitthvað breik. Ég sjálfur held ég hafi ekki gert mér grein fyrir öllu. Ég lærði mikið um sjálfan mig og samskipti sem ég áttaði mig ekki á fyrr en seinna.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Ólafur um bróðurmissinn Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Breiðablik Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira