Logi um upphafið hjá KR: „Hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hef komið að“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. maí 2020 12:30 Logi Ólafsson Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira
Logi Ólafsson segir að ekki hafi verið hátt risið á leikmannahópi KR er hann tók við liðinu í júlímánuði 2007. KR var í neðsta sæti deildarinnar er Logi tók við af liðinu af Teiti Þórðarsyni. Logi var gestur Rikka G í Sportinu í kvöld fyrr í vikunni þar sem þessi frábæri þjálfari gerði upp ferilinn sinn. Hann segir að tími sinn í KR hafi verið góður en ekki hafi verið mikið sjálfstraust í leikmannahópnum er hann kom. „Það má kannski orða það þannig að það var ekki hátt risið á mönnum. Það var ekkert sjálfstraust. Ég hafði stundum sagt að þetta væri mesta andlega flak sem ég hafði komið að. Okkur tókst að halda sætinu og síðan förum við í smá breytingar á hópnum og liðinu. Sem betur fer tókst okkur að búa til mjög gott lið,“ sagði Logi sem fór nánar út í breytingarnar: „Þetta var svolítið þannig að það voru töluvert af mönnum sem unnu í bankakerfinu. Þeir komu hlaupandi í jakkafötum á æfingar og hringdu að það væri fundur í lánanefnd og að þeir kæmust ekki á æfingu. Við vildum snúa þessu við.“ „Rúnar Kristinsson var yfirmaður knattspyrnumála og Sigursteinn heitinn Gíslason var aðstoðarþjálfari. Það urðu töluvert breytingar á mannskapnum. Við fengum marga góða leikmenn og urðum bikarmeistarar 2008 og áttum feyki gott tímabil 2009 og fórum langt í Evrópukeppni.“ Logi var síðan leystur undan störfum árið 2010 og Rúnar Kristinsson, sem stýrir einnig KR-liðinu í dag, tók við liðinu. „Síðan þurfti ég frá að hverfa vegna lélegra úrslita 2010 en ég er afskaplega stoltur af því að hafa komið nálægt því að búa og byggja upp það lið. Þeir hafa unnið hvert þrekvirkið á fætur öðru og Rúnar er að gera frábæra hluti. Það sér ekki fyrir endann á því.“ Klippa: Sportið í kvöld - Logi um KR Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn KR Sportið í kvöld Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Sjá meira