Innlent

Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Halla Bergþóra Björnsdóttir er nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að skipa Höllu Bergþóru Björnsdóttur í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí næstkomandi.

Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd að því er segir í tilkynning á vef stjórnarráðsins.

Halla Bergþóra er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti lögreglustjórans á Norðurlandi Eystra frá árinu 2015. Þar áður gegndi hún embætti sýslumanns á Akranesi frá árinu 2009.

Hún tekur við starfi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu af Sigríði Björk Guðjónsdóttur sem var nýlega skipuð í embætti ríkislögreglustjóra.

Alls sóttu fjórir um embættið, en einn þeirra, Jón H. B. Snorrason, dró umsókn sína til baka. Að því er fram kemur í frétt á vef Ríkisútvarpsins sendi Jón erindi til dómsmálaráðuneytisins þar sem hann tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga uppsögn sína til baka.

Í erindinu gerði hann alvarlegar athugasemdir við störf hæfnisnefndar og gerði hann að sérstöku umtalsefni mat nefndarinnar á Höllu Bergþóru.

Að því er segir í frétt Ríkisútvarpsins sagði Jón H. B. í erindi sínu að mat nefndarinnar á Höllu Bergþóru með allt öðru móti um sömu atriði núna en voru vegna umsóknar hennar um starf ríkislögreglustjóra nýlega.

Sagði Jón H. B. málsmeðferð nefndarinnar ekki geta verið forsvaranlegan grunn fyrir stjórnvaldsákvörðun ráðherra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×