Þýskaland heimsmeistari í fjórða sinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júlí 2014 00:01 Þjóðverjar lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira
Þýskaland varð í kvöld heimsmeistari í knattspyrnu í fjórða skiptið í sögunni þegar liðið vann Argentínu, 1-0, í framlengdum úrslitaleik á Maracana-vellinum í Ríó í Brasilíu. Þjóðverjar urðu fyrir áfalli fyrir leik þegar miðjumaðurinn öflugi, SamiKhedira, meiddist í upphitun og gat ekki verið með. ChristophKramer byrjaði leikinn í hans stað. Kramer entist þó ekki lengi því hann fékk þungt höfuðhögg eftir um 25 mínútna leik. Hann hélt áfram í smá stund en var síðan borinn af velli á 32. mínútu, en augljóst var að hann vissi varla hvar hann var staddur.Gonzalo Higuaín átti að skora eftir ríflega 20 mínútna leik og koma Argentínu yfir. ToniKroos ætlaði að skalla boltann til baka á Neuer í markinu en Higuaín komst í milli þar sem sendingin var svo slök. Argentínumaðurinn hefði getað farið alla leið að marki og reynt sig gegn Neuer, en þess í stað ákvað hann að láta vaða af 20 metra færi. Skotið fór framhjá, ævintýrlega illa farið með gott færi. Leikurinn var opnari en menn bjuggust við. Argentínumenn beittu hættulegum skyndisóknum þar sem Messi var látinn bera boltann upp, en hann sótti stíft á BenediktHöwedes í vinstri bakverðinum hjá Þýskalandi.Götze skorar sigurmarkið.vísir/gettyÞjóðverjar áttu að komast yfir undir lok fyrri hálfleiks, en þá stangaði Höwedes boltann í stöngina af markteig eftir hornspyrnu. Vel uppsett kerfi hjá Þjóðverjum og Höwedes alveg dauðafrír en hann hitti ekki markið. Staðan var markalaus í hálfleik, en eftir tvær mínútur í þeim síðari fékk Messi dauðafæri til að koma Argentínu yfir. Hann var með boltann vinstra meginn í vítateig Þjóðverja, í frábæru skotfæri, en skaut framhjá. Umdeilt atvik kom upp á 56. mínútu þegar þýski markvörðurinn Manuel Neuer hlóp út að enda vítateigsins vinstra megin og kýldi langa sendingu Javiers Mascherano út af áður en Higuaín komst í boltann. Neuer skall harkalega á Higuaín sem lá eftir, en Argentínumaðurinn var dæmdur brotlegur. Vildu margir fá vítaspyrnu dæmda á markvörðinn, en NicolaRizzoli, ítalskur dómari leiksins, var ekki á sama máli. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og þurfti því að grípa til framlengingar. Eftir aðeins eina mínútu í henni fékk André Schürrle dauðafæri en SergioRomero varði skot hans. Sex mínútum síðar komst varamaðurinn RodrigoPalacio í algjört dauðafæri fyrir Argentínumenn. Höwedes missti boltann inn fyrir sig, algjörlega búinn á því af þreytu, og Palacio slapp einn á móti Neuer. Hann lyfti boltanum yfir markvörðinn en hitti ekki markið.Mario Götze fagnar sigurmarkinu.vísir/gettyÞað tók rúmar 112 mínútur að fá fyrsta markið í leikinn, en það skoruðu Þjóðverjar. Varamaðurinn André Schürrle komst upp vinstri kantinn og gaf fyrir markið á MarioGötze sem tók meistaralega við boltanum og skoraði með frábæru skoti, 1-0. Þetta reyndist sigurmarkið í leiknum. Þessi 22 ára gamli piltur frá Memmingen varð að þjóðhetju í Þýskalandi á svipstundu. Hann mun líklega ekki skora mikilvægara mark á ferlinum. Þetta er fjórði heimsmeistaratitill Þjóðverja, en liðið varð um leið það fyrsta frá Evrópu sem vinnur HM á amerískri grundu. Þýskaland hefur nú unnið fjóra titla og tapað fjórum sinnum í úrslitum. Líkt og 1990 þurfti Argentína að sætta sig við tap, en liðið er nú búið að tapa tvisvar sinnum í úrslitum í röð eftir að vinna í fyrstu tveimur úrslitaleikjunum sem það tók þátt í.vísir/getty
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Dagskráin: Topplið Valsmanna í Evrópu og Besta kvenna aftur af stað Sport Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Fleiri fréttir Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Sjá meira