Trump lofar einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2017 23:30 Trump heilsar að hermannasið. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun óska eftir því að fá fjármagn til þess að standa fyrir einni „mestu hernaðaruppbyggingu í sögu Bandaríkjanna.“ Reuters greinir frá.Þetta kom fram í ræðu sem Trump hélt á þingi samtaka íhaldsmanna sem stutt hafa Trump frá upphafi stjórnmálaferils hans. Trump mun á þriðjudaginn ávarpa Bandaríkjaþing í beinni útsendingu og má fastlega gera ráð fyrir því að sú hernaðaruppbygging sem hann ræddi um á þingi íhaldsmanna í dag beri á góma þar. Í ræðu Trump var þó lítið um upplýsingar á hvaða hátt hann myndi byggja upp bandaríska herinn, sem nú þegar er sá öflugasti sem til er í heiminum. Hann sagði þó að hann myndi vilja efla árásargetu, sem og varnargetu hersins, svo að varnir Bandaríkjanna væru „meiri, betri og sterkari en áður“. „Við þurfum vonandi aldrei að nýta okkur þetta en það mun enginn þora í okkur. Enginn. Þetta verður ein mesta hernaðaruppbygging í sögu Bandaríkjanna,“ sagði Trump. Fastlega má gera ráð fyrir því að Bandaríkjaþing muni streitast á móti beiðni Trump um fjármagn til þess að efla herinn. Trump hefur boðað miklar skattalækkanir og því ljóst að án niðurskurðar á öðrum sviðum þyrftu yfirvöld í Bandaríkjunum að auka skuldastöðu Bandaríkjanna enn frekar, til að standa við fyrirætlanir Trump. Frá árinu 2011 hefur verið þak á hversu miklum fjárhæðum Bandaríkjaþing getur veitt til varnarmála og ljóst að Bandaríkjaþing þyrfti að afnema þakið, ætli það sér að verða við væntanlegri beiðni Trump.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15 Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56 CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20 Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Trump reiður FBI vegna leka Ráðgjafi forsetans er sagður hafa beðið starfsmenn Alríkislögreglunnar að afneita fregnum um samskipti starfsmanna Trump og Rússa. 24. febrúar 2017 14:15
Trump: Íbúar Svíþjóðar vita að ég hef rétt fyrir mér Á fundi samtaka íhaldsmanna í Bandaríkjunum viðurkenndi Trump að hann hefði mátt þola mikinn þrýsting eftir ummæli sín um Svíþjóð 24. febrúar 2017 17:56
CNN og New York Times meinaður aðgangur að blaðamannafundi í Hvíta húsinu Auk CNN og New York Times var blaðamönnum Los Angeles Times, Politico og Buzzfeed meinaður aðgangur að blaðamannafundinum, 24. febrúar 2017 20:20
Trump full alvara með að vísa fólki úr landi Tvö ný minnisblöð frá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna sýna hvernig stjórn Donalds Trump hugsar sér að fara með óskráða innflytjendur eftirleiðis. Margir þeirra eru orðnir uggandi um sinn hag, þora varla út í búð eða að sækja k 24. febrúar 2017 07:00