Lífið

Japani sem kann yfir tvö hundruð þjóðsöngva og rúllaði upp þeim íslenska

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lygilega vel gert hjá þessum snjalla manni.
Lygilega vel gert hjá þessum snjalla manni.

Thelma Rún Heimisdóttir hefur verið búsett í Japan í nokkur ár en þangað kom hún fyrst árið 2014 sem skiptinemi.

Hún hefur verið að senda inn myndbönd Í Bítið á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni að undanförnu og í morgun kynntu hún landsmönnum fyrir japönskum manni að nafni Honma Kentaro sem kann yfir tvö hundruð þjóðsöngva.

Það tekur hann um einn mánuð að læra hvern þjóðsöng og því hefur hann alls eytt tvö hundruð mánuðum í verkefnið.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá hann taka danska og franska þjóðsönginn og síðan einnig þann íslenska.

Hér að neðan má sjá lengri útgáfu af innslaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×