Meiðslin hrannast upp hjá Arsenal | Þessir eru nú á sjúkralistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2015 10:15 Alexis Sanchez fer hér sárþjáður af velli í gær. Vísir/Getty Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf enn á ný að sætta sig við það að missa lykilmenn ítrekað í meiðsli en staðan hefur sjaldan verið eins slæmt og einmitt núna. Þrír leikmenn Arsenal meiddust í vonbrigðarjafnteflinu á móti Norwich í gær en Arsenal hefði getað komist upp að hlið toppliðum Manchester City og Leicester City með sigri.Alexis Sanchez fann fyrir óþægindum aftan í læri eftir sigurinn á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni á undan en Arsene Wenger lét hann enga síður spila á móti Norwich. „Ég hefði getað hvílt hann en hann sagði vera í fínu lagi," sagði Arsene Wenger við BBC en auk Alexis Sanchez þá fór franski miðvörðurinn Laurent Koscielny einnig af velli meiddur á mjöðm. Þriðji leikmaðurinn til að meiðast var síðan Spánverjinn Santi Cazorla. „Santi Cazorla kláraði leikinn á öðrum fætinum og er að glíma við vandræði með hnéð sitt. Laurent Koscielny er meiddur á mjöðm og Sanchez er tognaður aftan í læri," sagði Arsene Wenger. Það er ekki vitað hversu lengi Alexis Sanchez verður frá keppni en það væri mikið áfall fyrir Arsenal-liðið að missa hann í langan tíma. Sanchez fór af velli í seinni hálfleik en Laurent Koscielny strax í þeim fyrri. Laurent Koscielny er einn af leikmönnum Arsenal sem meiðast reglulega en liðið mun einnig sakna hans mikið úr miðri vörninni verði hann lengi frá. Santi Cazorla hefði örugglega farið líka af velli en Wenger var búinn að allar þrjár skiptingarnar sínar og því kláraði Cazorla leikinn á öðrum fætinum. Bætist allir þessir þrír við á sjúkralistann hjá Arsenal þá verða þar alls níu leikmenn úr aðalliðinu. Francis Coquelin verður frá næstu þrjá mánuðina og þá eru þeir Jack Wilshere, Tomas Rosicky og Mikel Arteta allir meiddir. Framlína liðsins er líka þunnskipuð því bæði Theo Walcott og Danny Welbeck hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru aftur á móti komnir af stað á ný eftir sín meiðsli en það boðar ekki gott fyrir þá ef að þeir þurfa að vera undir miklu álagi á næstunni vegna þess hversu þunnskipaður hópurinn er. „Þetta var slæmt kvöld fyrir okkur í sambandi við þessi meiðsli," sagði Wenger og ekki voru úrslitin heldur til að hrópa húrra fyrir. Arsene Wenger.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf enn á ný að sætta sig við það að missa lykilmenn ítrekað í meiðsli en staðan hefur sjaldan verið eins slæmt og einmitt núna. Þrír leikmenn Arsenal meiddust í vonbrigðarjafnteflinu á móti Norwich í gær en Arsenal hefði getað komist upp að hlið toppliðum Manchester City og Leicester City með sigri.Alexis Sanchez fann fyrir óþægindum aftan í læri eftir sigurinn á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í vikunni á undan en Arsene Wenger lét hann enga síður spila á móti Norwich. „Ég hefði getað hvílt hann en hann sagði vera í fínu lagi," sagði Arsene Wenger við BBC en auk Alexis Sanchez þá fór franski miðvörðurinn Laurent Koscielny einnig af velli meiddur á mjöðm. Þriðji leikmaðurinn til að meiðast var síðan Spánverjinn Santi Cazorla. „Santi Cazorla kláraði leikinn á öðrum fætinum og er að glíma við vandræði með hnéð sitt. Laurent Koscielny er meiddur á mjöðm og Sanchez er tognaður aftan í læri," sagði Arsene Wenger. Það er ekki vitað hversu lengi Alexis Sanchez verður frá keppni en það væri mikið áfall fyrir Arsenal-liðið að missa hann í langan tíma. Sanchez fór af velli í seinni hálfleik en Laurent Koscielny strax í þeim fyrri. Laurent Koscielny er einn af leikmönnum Arsenal sem meiðast reglulega en liðið mun einnig sakna hans mikið úr miðri vörninni verði hann lengi frá. Santi Cazorla hefði örugglega farið líka af velli en Wenger var búinn að allar þrjár skiptingarnar sínar og því kláraði Cazorla leikinn á öðrum fætinum. Bætist allir þessir þrír við á sjúkralistann hjá Arsenal þá verða þar alls níu leikmenn úr aðalliðinu. Francis Coquelin verður frá næstu þrjá mánuðina og þá eru þeir Jack Wilshere, Tomas Rosicky og Mikel Arteta allir meiddir. Framlína liðsins er líka þunnskipuð því bæði Theo Walcott og Danny Welbeck hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Alex Oxlade-Chamberlain og Aaron Ramsey eru aftur á móti komnir af stað á ný eftir sín meiðsli en það boðar ekki gott fyrir þá ef að þeir þurfa að vera undir miklu álagi á næstunni vegna þess hversu þunnskipaður hópurinn er. „Þetta var slæmt kvöld fyrir okkur í sambandi við þessi meiðsli," sagði Wenger og ekki voru úrslitin heldur til að hrópa húrra fyrir. Arsene Wenger.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Fleiri fréttir Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Man. City - West Ham | Bláklæddir geta tyllt sér á toppinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Arsenal tapaði dýrmætum stigum á Carrow Road | Sjáðu mörkin Arsenal tapaði dýrmætum stigum í toppbaráttunni á Carrow Road þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Norwich. Arsenal er tveimur stigum frá toppliðunum Manchester City og Leicester. 29. nóvember 2015 18:00